Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 02:00

PGA: Kirk með 4. sigur sinn!

Chris Kirk sigraði í gær á Crowne Plaza Invitaional, sem fram hefir farið síðustu daga á Colonial í Forth Worth, Texas.

Kirk lék á samtals 12 undir pari, 268 höggum (68 69 65 66). Þetta var 4. sigur Kirk á PGA Tour.

Það voru 3 sem deildu 2. sætinu: heimamaðurinn og Masters sigurvegarinn Jordan Spieth, Brandt Snedeker og Jason Bohn.  Þessir þremenninar voru aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum Kirk.

Til þess að sjá lokastöðuna á Crowne Plaza Inv. SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Crowne Plaza Inv. SMELLIÐ HÉR: