Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 03:00

Eimskipsmótaröðin 2015: Ragnhildur Kristinsdóttir með sinn fyrsta sigur!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér í dag sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni. Hún stóð uppi sem sigurvegari á Egils Gullmótinu sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja.
Ragnhildur lék lokahringinn á 79 höggum og sigraði hún með þriggja högga mun á +18 (76-79-79) en Sunna Víðisdóttir úr GR varð önnur á +21 (80-80-77). Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili varð þriðja á +24 samtals (79-81-82).

Á mynd f.v.: Anna Sólveig Snorradóttir, GK;  sigurvegarinn Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðisdóttir, GR. Mynd: GSÍ

Á mynd f.v.: Anna Sólveig Snorradóttir, GK; sigurvegarinn Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðisdóttir, GR. Mynd: GSÍ

Ég er búinn að bíða eftir þessu móti frá því í nóvember og það var ljúft að sigra. Mér líður bara vel eftir fyrsta sigurinn og það er gott að vera búin að ná þessum áfanga,“ sagði Ragnhildur eftir sigurinn en hún hefur nokkrum sinnum náð á verðlaunapall á Eimskipsmótaröðinni en aldrei sigrað áður. Raghildur er fædd árið 1997 og verður því 18 ára á þessu ári og hún á því framtíðina fyrir sér.

Ég var með ekki miklar væntingar fyrir mótið og mætti afslöppuð til leiks. Hugarfarið er betra en áður og ég náði að vinna mig í gegnum mótlætið á lokahringnum eftir erfiða byrjun,“ bætti hún við en Ragnhildur lék síðari 9 holurnar í dag á pari.

Texti: GSÍ