Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2015 | 01:00

Evróputúrinn: An sigraði á Wentworth

Byeong-Hun An frá Suður-Kóreu landaði fyrsta titli sínum á Evrópumótaröðrinn og það á engu litlu móti heldur sjálfu flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, sjálfu BMW PGA Championship.

Til þess að sjá lokastöðuna í BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

An stóð alveg undir þeim miklu væntingum sem gerðar hafa verið til hans; hann lauk mótinu glæsilega með hring upp á 65 og lauk keppni með því að bæta fyrra mótsmet um 2 högg; átti 6 högg á þá sem næstir komu þ.e. gömlu brýnin  Miguel Angel Jiménez and Thongchai Jaidee.

Enski kylfingurinn Chris Wood var enn 2 öðrum höggum á eftir, lauk keppni á glæsihring upp á 66 högg og vann sér inn BMW i8 fyrir að fara holu í höggi á 14. braut Wentworth, en nýtt ásamet var sett í mótinu, en aldrei hafa svona margir ásar náðst í mótinu eða 5 talsins þessa vikuna.

An er aðeins 2. nýliðinn til þess að sigra á flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinn og var ríkaði um  €833,330 (þ.e. u.þ.b. 150 milljónir íslenskra króna).

An, 23 ára – sem varð yngsti sigurvegari US Amateur Championship árið 2009  aðeins 17 ára – fór við þetta úr 132. sæti heimslistans á topp 60 en það tryggir honum sæti bæri á Opna breska og Opna bandaríska.

Eftir mótið fagnaði An „lífs-breytandi“ sigri sínum og sagði: „Þetta er eins og 5. risamótið fyrir mér.  Þetta er stærsti titill sem ég hef unnið og hann kemur mér inn í fullt af mótum. Þetta breytir stöðu minni í lífinu.“

Ég er virkilega glaður núna og ekki kominn niður úr skýjunum. Ég bjóst ekkert við þessu.  Ég vissi ekki að sigur væri bakvið hornið.  Hann kom bara allt í einu.  Ég hef verið að spila vel allt árið en ég hélt aldrei að ég gæti sigrað á þessu móti.“

Ég elska þá staðreynd að ég er fyrsti Asíubúinn til þess að sigra á þessu móti. Það er frábært.