Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2015 | 01:00

Evróputúrinn: Kjeldsen sigraði!

Það var Daninn Sören Kjeldsen, sem bar sigur úr býtum á Opna írska.

Kjeldsen lék Royal County Down á samtals 2 undir pari, 282 höggum líkt og þeir Eddie Peppernell og Bernd Wiesberger og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Kjeldsen sigraði í bráðabananum með fugli þegar á fyrstu holu meðan að hinir fengu báðir par.

Þetta er fyrsti sigur Kjeldsen í 6 ár.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna írska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta Opna írska lokadaginn SMELLIÐ HÉR: