Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2015 | 11:00

EPD: Þórður Rafn lauk keppni í 19. sæti

Þórður Rafn Gissurarson, GR, endaði í 19. sæti á þýsku EPD-Pro-Golf mótaröðinni á móti sem fram fór í Þýskalandi.

GR-ingurinn lék hringina þrjá á 211 höggum eða 70-67-74 eða -5 undir pari.

Sigurvegarinn lék á -15 á þessu móti en Pro-Golf mótaröðin er í hópi mótaraða sem eru í þriðja sæti yfir styrkleika mótaraða í Evrópu, á eftir Áskorendamótaröðinni og sjálfu flaggskipinu, Evrópumótaröðinni.

Þetta var ellefta mótið hjá Þórði á þessu tímabili á mótaröðinni og fjórði besti árangur hans.

Besti árangur hans er 8. sæti og sá næst besti er 10. sæti. Hann er í 31. sæti á peningalista mótaraðarinnar.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: