Íslandsbankamótaröðin (2): Tumi Hrafn Kúld Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2015
Það var Tumi Hrafn Kúld, GA, sem varði titil sinn frá því í fyrra og er Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2. árið í röð. Glæsilegur árangur það!!! Í 4. manna úrslitum fóru leikar svo: Tumi Hrafn Kúld, GA vann Hákon Örn Magnússon, GR 1&0 Hlynur Bergsson, GKG, vann Kristófer Orra Þórðarson, GKG 1&o Það voru því Tumi og Hlynur sem kepptu til úrslita og í þeirri viðureign sigraði Tumi 4&3. Í keppninni um 3. sætið sigraði Kristófer Orri, Hákon Örn, 4&2. *********************************************************** Hinn nýbakaði Íslandsmeistarinn í holukeppni í piltaflokki Tumi Hrafn Kúld varð 18 ára á árinu, þann 17. mars s.l. Hann varð m.a. holukeppnismeistari Akureyrar 2011. Tumi hefir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kathryn Imrie – 8. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er skoski kylfingurinn Kathryn Christine Marshall, sem tók upp ættarnafnið Imrie þegar hún gifti sig. Hún er fædd 8. júní 1967 og á því 48 ára afmæli í dag. Kathryn átti mjög farsælan áhugamannsferil; árin 1981 og 1985 var hún skoskur skólameistari (ens.: Scottish Schools’ champion); árin 1983-85 var hún skoskur unglingameistari (ens.: Scottish Youth’s champion) og árið 1983 var hún skoskur unglingameistari í holukeppni og meistari í höggleik (ens.: the Scottish Junior Open Strokeplay Champio) árin 1985, 1986 og 1987. Kathryn var hluti af Curtis Cup liðinu 1990. Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með the University of Arizona, þar sem hún var All-American, 1989. Kathryn gerðist atvinnumaður Lesa meira
Gísli komst ekki gegnum niðurskurð á St. Andrews
Gísli Sveinbergsson úr Keili endaði í 104. sæti af alls 144 keppendum sem fengu tækifæri til þess að keppa á hinu sögufræga St. Andrews Links Trophy. Eins og nafnið gefur til kynna fer mótið fram á hinum eina sanna St. Andrews í Skotland en leikið var á tveimur völlum, Jubilee og Old Course, þar sem að Opna breska meistaramótið fer fram í sumar. Gísli lék fyrsta hringinn á 76 höggum eða +4 en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fyrsta hringinn. Ítalski kylfingurinn Federico Zucchetti stóð uppi sem sigurvegari á -2 samtals, landi hans Filippo Campigli varð annar á -1. Mótið á sér langa sögu en fyrst var keppt Lesa meira
LPGA: Pettersen sigraði á Manulife!
Norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sigraði á Manulife LPGA Classic mótinu. Pettersen lék á 22 undir pari, 266 höggum (66 65 66 69). Glæsiskor! Fyrir sigurinn hlaut Pettersen $ 225.000,- Í 2. sæti varð bandaríska stúlkan Brittany Lang aðeins 1 höggi á eftir Pettersen á 21 undir pari. Í 3. sæti varð síðan Mariajo Uribe frá Kólombíu. Til þess að sjá lokastöðuna á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
GB: Coka Cola skipt út fyrir Appelsín!
Eitt af einkennum Hamarsvallar í Borgarnesi hefir um langt skeið verið rauða kók-dósin. Nú um helgina var kókdósinni frægu hins vegar skipt út fyrir appelsínugula appelsíndós! Laugardaginn 6. júní 2015 mátti enn sjá kók-dósina en sunnudaginn 7. júní var appelsín dós komin í staðinn. Er þetta gert til þess að vera meira í stíl við Rickie Fowler? Út með Tiger inn með Rickie? Spurning hvort GB-ingar bæti ekki einni Malt-dós á völlinn líka – til þess að fullkomna ástina!
Landsliðsþjálfari stoltur af íslensku landsliðunum (karla-og kvenna) á Smáþjóðaleikunum
Smáþjóðaleikunum lauk nú um helgina á Korpu. Skemmst er frá því að segja að Íslendingar sópuðu til sín allt gull bæði í einstaklingskeppni sem liðakeppni – karla- sem kvennaflokki. Landsliðsþjálfarinn okkar Úlfar Jónsson er afar stoltur af landsliðunum. Á facebook síðu sína skrifaði hann m.a.: „Stoltur af landsliðsfólkinu okkar, unnu öll gull sem voru í boði í golfi á Smáþjóðaleikunum! Frábærir einstaklingar sem mynduðu sterkt lið. —“
GA: Auðunn sigraði á 100 ára afmæli Þórs
Laugardaginn 6. júní s.l. fagnaði Íþróttafélagið Þór á Akureyri 100 ára afmæli sínu og var dagskráin glæsileg. Af þessu tilefni stóðu Þór og GA fyrir veglegu afmælismóti föstudaginn 5. júní og voru rétt rúmlega 80 manns skráðir til leiks. Golf 1 óskar Þór og Þórsurum innilega til hamingju með stórafmælið!!! Um afmælisgolfmótið er það að segja að þátttakendur voru 87, þar af 7 kvenkylfingar og stóð Kristjana Skúladóttir, GA sig best af þeim var á 37 punktum en keppnisfyrirkomulag var punktakeppni. Sigurvegari mótsins varð Auðunn Aðalsteinn Víglundsson, GA, en hann var á 41 punkti. Í 2. sæti varð Sigurpáll A. Aðalsteinsson, GA á 38 punktum (19 punktar á seinni 9) Lesa meira
Hver er kylfingurinn: David Lingmerth?
Eftir sigurinn á The Memorial nú um helgina ætti nafn sænska kylfingsins David Lingmerth að vera á allra vörum. Þetta var 1. sigur Lingmerth á PGA Tour. Við sigurinn fer Lingmerth úr 212. sætinu á heimslistanum í 71. sætið eða upp um 141 sæti!!! En hver er kylfingurinn? David Lingmerth fæddist 22. júlí 1987 og er því 27 ára. Lingmerth spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of West Florida (í 1 ár) og University of Arkansas (í 3 ár) og þar var hann two-time All American. Hann vann 1 móti í West Flórída og annað í Arkansas. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2010 Lingmerth lék á Web.com Tour fyrsta keppnistímabilið Lesa meira
PGA: Lingmerth sigraði á Memorial
Það var Svíinn David Lingmerth, sem sigraði á Memorial móti Jack Nicklaus í Ohio. Lingmerth var jafn Justin Rose, að loknum 72 hefðbundnum leik og þurfti því að koma til bráðabana milli þeirra. Par-4 18. holan var spiluð tvívegis en báðir fengu par í bæði skiptin og allt í stáli milli þeirra. Þá var par-4 10. holan spiluð og þar sigraði Lingmerth á pari! Þetta er fyrsti sigur Lingmerth á PGA mótaröðinni. Þriðja sætinu deildu Masters-meistarinn ungi Jordan Spieth og ítalski kylfingurinn Francesco Molinari. Til þess að sjá lokastöðuna á Memorial SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á The Memorial SMELLIÐ HÉR:
Íslandsbankamótaröðin (2): Nýkrýndir Íslandsmeistarar í holukeppni unglinga
Nú í dag lauk Íslandsmóti í holukeppni unglinga á Strandarvelli hjá GHR. Keppendur voru líkt og venja er af báðum kynjum og keppt í 3 aldursflokkum. Eftirtaldir urðu Íslandsmeistarar í holukeppni: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA – Íslandsmeistari í stelpuflokki 14 ára og yngri. Zuzanna Korpak, GS – Íslandsmeistari í telpuflokki, 15-16 ára. Eva Karen Björnsdóttir, GR – Íslandsmeistari í stúlknaflokki 17-18 ára. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG – Íslandsmeistari í strákaflokki 14 ára og yngri. Kristján Benedikt Sveinsson, GA – Íslandsmeistari í drengjaflokki 15-16 ára. Tumi Hrafn Kúld, GA – Íslandsmeistari í piltaflokki 17-18 ára. Nánari umfjöllun og úrslit sem og myndasería frá lokadegi Íslandsmótsins í holukeppni unglinga mun birtast hér Lesa meira










