Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2015 | 13:00

Íslandsbankamótaröðin (2): Tumi Hrafn Kúld Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2015

Það var Tumi Hrafn Kúld, GA, sem varði titil sinn frá því í fyrra og er Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2. árið í röð.

Glæsilegur árangur það!!!

Tumi Hrafn Kúld, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2015. Mynd: Golf 1

Tumi Hrafn Kúld, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2015. Mynd: Golf 1

Í 4. manna úrslitum fóru leikar svo:

Tumi Hrafn Kúld, GA vann Hákon Örn Magnússon, GR 1&0

Hlynur Bergsson, GKG, vann Kristófer Orra Þórðarson, GKG 1&o

Kristófer Orri Þórðarson, GKG. Mynd: Golf 1

Kristófer Orri Þórðarson, GKG, sigraði í keppninni um 3. sætið Mynd: Golf 1

Það voru því Tumi og Hlynur sem kepptu til úrslita og í þeirri viðureign sigraði Tumi 4&3.

Í keppninni um 3. sætið sigraði Kristófer Orri, Hákon Örn, 4&2.

Hákon Örn Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Hákon Örn Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

***********************************************************

Hinn nýbakaði Íslandsmeistarinn í holukeppni í piltaflokki Tumi Hrafn Kúld varð 18 ára á árinu, þann 17. mars s.l.

Hann varð m.a. holukeppnismeistari Akureyrar 2011. Tumi hefir tekið þátt í mótum Unglingamótaraðarinnar á undanförnum árum og gengið vel. Það sama má segja um fjölmörg opin mót sem Tumi Hrafn hefir verið þátttakandi í. T.a.m. lék hann á Eimskipsmótaröðinni 2014 m.a. Íslandsmótinu í höggleik á Leirdalsvelli.

Tumi er nýkominn frá Wales þar sem hann keppti í Welsh Open Youth Championship, sem fram fór í Maesdu golfklúbbnum í Wales, dagana 29. maí – 31. maí 2015.

Tumi er í afrekshóp GSÍ.