Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2015 | 08:30

LPGA: Pettersen sigraði á Manulife!

Norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sigraði á Manulife LPGA Classic mótinu.

Pettersen lék á 22 undir pari, 266 höggum (66 65 66 69).  Glæsiskor!  Fyrir sigurinn hlaut Pettersen $ 225.000,-

Í 2. sæti varð bandaríska stúlkan Brittany Lang aðeins 1 höggi á eftir Pettersen á 21 undir pari.

Í 3. sæti varð síðan Mariajo Uribe frá Kólombíu.

Til þess að sjá lokastöðuna á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: