Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2015 | 07:00

Hver er kylfingurinn: David Lingmerth?

Eftir sigurinn á The Memorial nú um helgina ætti nafn sænska kylfingsins David Lingmerth að vera á allra vörum.  Þetta var 1. sigur Lingmerth á PGA Tour. Við sigurinn fer Lingmerth úr 212. sætinu á heimslistanum í 71. sætið eða upp um 141 sæti!!!

En hver er kylfingurinn?

David Lingmerth fæddist 22. júlí 1987 og er því 27 ára. Lingmerth spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of West Florida (í 1 ár) og University of Arkansas (í 3 ár) og þar var hann two-time All American. Hann vann 1 móti í West Flórída og annað í Arkansas. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2010

Lingmerth lék á Web.com Tour fyrsta keppnistímabilið sitt þ.e. 2011. Hann náði góðum árangri varð m.a. tvisvar í 3. sæti og var 5 sinnum meðal 10 efstu en missti af því að vinna sér inn kortið sitt á PGA Tour (munaði aðeins 2 sætum skv. peningalistanum þ.e. David Lingmerth varð í 27. sæti en efstu 25 fengu PGA Tour kortin sín). Hann spilaði því í Q-school PGA Tour, en náði ekki einu sinni að verða meðal efstu 100.

Lingmerth hélt því áfram að spila á Web.com Tour árið 2012 og eftir að tapa í bráðabana fyrr á árinu vann hann fyrsta mót sitt sem atvinnumaður þ.e. the Neediest Kids Championship í október. Hann átti 1 högg á Casey Wittenberg, sem var spilafélagi Tiger á The Players 2013. Í þetta sinn varð Lingmerth í 10. sæti á peningalistanum og hlaut kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2013.

Í aðeins 2. móti sínu á PGA Tour varð Lingmerth í T-2 á Humana Challenge eftir að tapa í þriggja manna bráðabana. Hann átti m.a. hring upp á 10 undir pari, 62 högg þ.e. á lokahringnum og fór því í bráðabanann ásamt þeim Brian Gay og Charles Howell III. Lingmerth datt út á 1. holu bráðabanans eftir að 2. högg hans á par-5 18. holunni lenti í vatni.

Í The Players 2013 var Lingmerth T-2 á eftir Tiger í The Players mótinu.hann hlaut $ 706.000 fyrir 2. sætið á The Players (líkt og Kevin Streelman og Jeff Maggert, sem hann deildi 2. sætinu með).

Árið 2014 spilaði Lingmerth enn á PGA Tour.  Hann lék í 26 mótum og náði niðurskurði í 14 þeirra. Besti árangur hans það ár var T-5 árangur í Crown Plaza Invitational.

Frændi David, Göran Lingmerth, spilaði í bandaríska fótboltanum með liði Cleveland Browns í NFL (skammstöfun á: National Football League).

Heimild: Wikipedia