Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2015 | 08:00

GB: Coka Cola skipt út fyrir Appelsín!

Eitt af einkennum Hamarsvallar í Borgarnesi hefir um langt skeið verið rauða kók-dósin.

Nú um helgina var kókdósinni frægu hins vegar skipt út fyrir appelsínugula appelsíndós!

Laugardaginn 6. júní 2015 mátti enn sjá kók-dósina en sunnudaginn 7. júní var appelsín dós komin í staðinn.

Er þetta gert til þess að vera meira í stíl við Rickie Fowler?  Út með Tiger inn með Rickie?

Rickie Fowler

Rickie Fowler

Spurning hvort GB-ingar bæti ekki einni Malt-dós á völlinn líka – til þess að fullkomna ástina!