Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 7. 2015 | 20:59

Íslandsbankamótaröðin (2): Nýkrýndir Íslandsmeistarar í holukeppni unglinga

Nú í dag lauk Íslandsmóti í holukeppni unglinga á Strandarvelli hjá GHR.

Keppendur voru líkt og venja er af báðum kynjum og keppt  í 3 aldursflokkum.

Eftirtaldir urðu Íslandsmeistarar í holukeppni:

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA – Íslandsmeistari í stelpuflokki 14 ára og yngri.

Zuzanna Korpak, GS – Íslandsmeistari í telpuflokki, 15-16 ára.

Eva Karen Björnsdóttir, GR – Íslandsmeistari í stúlknaflokki 17-18 ára.

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG – Íslandsmeistari í strákaflokki 14 ára og yngri.

Kristján Benedikt Sveinsson, GA – Íslandsmeistari í drengjaflokki 15-16 ára.

Tumi Hrafn Kúld, GA – Íslandsmeistari í piltaflokki 17-18 ára.

Nánari umfjöllun og úrslit sem og myndasería frá lokadegi Íslandsmótsins í holukeppni unglinga mun birtast hér á Golf 1 síðar.