
Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Guðrún Brá með 3 högga forskot e. 1. dag Símamótsins
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdeginum á Símamótinu í golfi sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Guðrún Brá lék á einu höggi yfir pari vallar eða 73 höggum. Hún er með fjögurra högga forskot á Ólöfu Maríu Einarsdóttur úr GHD sem lék á 76 höggum. Þar á eftir koma þær Helga Kristín Einarsdóttir úr NK og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og deila 3. sæti á 78 höggum, hvor.
Alls eru 26 keppendur í kvennaflokknum og 21 þeirra kemst áfram á lokahringinn á sunnudaginn.
Þetta er þriðja mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni. Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði á Egils-Gull mótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sigraði á Securitasmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum – en Tinna er í 16. sæti eftir að hafa leikið á 85 höggum í dag.
Hér má sjá stöðuna á Símamótinu eftir 1. keppnisdag SMELLIÐ HÉR:
Aðstæður voru með ágætum í Mosfellsbænum í dag og Hlíðavöllur er í góðu ásigkomulagi. Þetta er í fyrsta sinn sem mót á Eimskipsmótaröðinni fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Myndasyrpa frá mótinu er á fésbókarsíðu GSÍ, Golf á Íslandi: GSÍ, Golf á Íslandi og má sjá með því að SMELLA HÉR:
Myndasyrpa Golf 1 frá 1. keppnisdegi verður á vefnum í fyrramálið.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024