Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2015 | 22:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Guðrún Brá með 3 högga forskot e. 1. dag Símamótsins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdeginum á Símamótinu í golfi sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Guðrún Brá lék á einu höggi yfir pari vallar eða 73 höggum. Hún er með fjögurra högga forskot á Ólöfu Maríu Einarsdóttur úr GHD sem lék á 76 höggum. Þar á eftir koma þær  Helga Kristín Einarsdóttir úr NK og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og deila 3. sæti á 78 höggum, hvor.

Alls eru 26 keppendur í kvennaflokknum og 21 þeirra kemst áfram á lokahringinn á sunnudaginn.
Þetta er þriðja mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni. Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði á Egils-Gull mótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sigraði á Securitasmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum – en Tinna er í 16. sæti eftir að hafa leikið á 85 höggum í dag.

Hér má sjá stöðuna á Símamótinu eftir 1. keppnisdag SMELLIÐ HÉR:

Aðstæður voru með ágætum í Mosfellsbænum í dag og Hlíðavöllur er í góðu ásigkomulagi. Þetta er í fyrsta sinn sem mót á Eimskipsmótaröðinni fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Myndasyrpa frá mótinu er á fésbókarsíðu GSÍ, Golf á Íslandi: GSÍ, Golf á Íslandi og má sjá með því að SMELLA HÉR:

Myndasyrpa Golf 1 frá 1. keppnisdegi verður á vefnum í fyrramálið.

Texti: GSÍ