Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2015 | 18:00

LET Access: Ólafía áfram!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þá í Open Generali de Strasbourg móti á LET Access mótaröðinni.

Í dag komst Valdís Þóra ekki í gegnum niðurskurð en það gerði Ólafía Þórunn hins vegar; er í 28. sæti fyrir lokahringinn á samtals 145 höggum (72 73).

Valdís Þóra átti afleitan hring eftir góða byrjun og var á samtals 3 yfir pari; 147 höggum (70 77) en aðeins 1 höggi munaði að hún næði niðurskurði.  Hún spilar því ekki lokahringinn á morgun.

Sænski kylfingurinn Sanna Nuutinen er í efsta sæti á samtals 7 undir pari (67 70).

Til þess að sjá stöðuna á Open Generali de Strasbourg SMELLIÐ HÉR: