Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2015 | 08:00

Champions: Langer efstur í hálfleik Players mótsins

Bernhard Langer frá Þýskalandi er efstur í hálfleik á Constellation Senior Players Championship, sem fram fer í Belmont CC í MA.

Jesper Parnevik, sem er alveg nýbúinn að öðlast rétt til þess að spila á Champions PGA öldungamótaröðinni bandarísku sagði eftirfarandi í viðtali sem tekið var við hann eftir hringinn föstudagsmorgun:

Þetta er mjög svo Bernhard Langer-týpu golfvöllur.“

Og Parnevik hefir rétt fyrir sér því Langer er eins og að framan greinir efstur eftir tvo glæsihringi upp á 65 högg.

Langer sagði að þetta hefði verið: „stresslaus skollalaus hringur (á föstudaginn),“ og það kom honum í forystu.

Langer sagði ennfremur „Einhver sagði þetta er ansi leiðinlegt: 65 65,“ en Langer hitti allar flatir nema eina á tilskyldum höggafjölda en síðan bætti hann við: „Mér finnst það ekki. Ég myndi vilja fá þetta skor á hverjum degi.“

Russ Cochran er í 2. sæti 4 höggum á eftir Langer, eftir svipaðan 2. glæsihring og Langer, upp á 65 högg (69 65) og þrír deila 3. sætinu: Steve Pate sem setti vallarmet og skilaði skollalausu skorkorti upp á 63 högg; samtals 133 högg (70 63); en sæti sitt deilir Pate með  Lee Janzen og nýgræðingnum á Champions Tour,  Parnevik, sem gaman verður að fylgjast með enda Parnevik alltaf hress!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring Senior Players á Champions Tour SMELLIÐ HÉR: