Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2015 | 02:00

PGA: Koepka leiðir í hálfleik St. Jude Classic

Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka leiðir enn á St. Jude Classic mótinu í hálfleik.

Hann er samtals búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (64 67).

Í 2. sæti fast á hæla honum er Austin Cook aðeins 1 höggi á eftir og enn öðru höggi á eftir í 3. sæti er Ástralinn Steven Alker.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð er Davis Love III, Ryder Cup fyrirliði Bandaríkjamanna á næsta ári!

Sjá má stöðuna í hálfleik á St. Jude Classic með því að SMELLA HÉR: