Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2015 | 08:00

PGA: Fabian Gomez sigraði á St. Jude Classic

Það var Argentínumaðurinn Fabian Gomez, sem sigraði á St. Jude Classic, PGA mótinu í gær. Gomez sigraði mjög sannfærandi; átti 4 frábæra hringi undir 70 Þannig var Gomez á 13 undir pari, 267 höggum (66 68 67 66) – og lék þar að auki á 6 undir pari, 66 höggum í gær, lokahringinn. Sá sem næstur Gomez kom var helsti keppinautur hans, Englendingurinn Greg Owen en þeir voru efstir og jafnir fyrir lokahringinn. Owen var heilum 4 höggum á eftir Gomez á samtals 9 undir pari. Til að sjá lokastöðuna á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2015 | 20:05

Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Öruggur sigur hjá Guðrúnu Brá!!!

„Það hefur oft verið mitt hlutskipti að enda í öðru sæti og það er gott að breyta því með svona sigri,” sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili eftir að hún landaði sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag á Hlíðavelli. Sigur Guðrúnar var nokkuð öruggur en hún lék af yfirvegun á lokahringnum eða einu höggi yfir pari við erfiðar aðstæður eða 73 höggum. Guðrún Brá lék samtals á +7 samtals og sigraði með sex högga mun. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR varð þriðja á +13 og Berglind Björnsdóttir úr GR varð þriðja á +14. Síðustu tvær vikur hafa verið góðar hjá Guðrúnu Brá sem sigraði í einstaklingskeppninni á Smáþjóðaleikunum fyrir viku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2015 | 20:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Kristján Þór sigraði!

„Ég hugsaði bara um að koma boltanum á flötina í bráðabananum. Það var ljúft að sjá boltann fara ofaní fyrir parinum,“ sagði Kristján Þór Einarsson eftir sigurinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk með bráðabana á Hlíðavelli í Mosfellbæ síðdegis. Kristján Þór fékk par á 1. holu Hlíðavallar í bráðabananum gegn Guðjóni Henning Hilmarssyni úr GKG en þeir léku hringina þrjá á einu höggi yfir pari samtals. Kristján Þór lék lokahringinn á 69 höggum eða -3 en Guðjón Henning var á 75 höggum á lokahringnum. Guðjón náði ekki að tryggja sér parið í bráðabananum. Kristján Þór sigraði á þremur mótum í fyrra á Eimskipsmótaröðinni og hann hefur titil að verja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2015 | 19:30

LET Access: Ólafía lauk leik T-23

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komst í gegnum niðurskurð í Open Generali de Strasbourg móti á LET Access mótaröðinni og lék því lokahringinn á mótinu í dag. Samtals lék Ólafía Þórunn 1 undir pari, 215 höggum (72 73 70). Ólafía varð T-23 þ.e. deildi 23. sætinu með 6 öðrum kylfingum. Það var finnski kylfingurinn Oona Varitianen, en hún lék á samtals 12 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Open Generali de Strasbourg SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2015 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Henning Hilmarsson – 14. júní 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Henning Hilmarsson, GKG.  Guðjón Henning er fæddur 1988 og er því 27 ára í dag. Hann tók þátt í 3. móti Eimskipsmótaraðarinnar nú um helgina og var m.a. í forystu fyrir lokahringinn og varð í 2. sæti í dag.  Eins varð Guðjón Henning klúbbmeistari GKG 2011. Komast má á facebook síðu afmæliskylfings til þess að óska Guðjóni Henning til hamingju með daginn hér að neðan: Guðjón Henning Hilmarsson (27 ára – Innilega til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Teruo Sugihara, 14. júní 1937 – d. 28. desember 2011. Japönsk golfgoðsögn; Catherine Rita Panton-Lewis, 14. júní 1955 (60 ára stórafmæli); Davíð Rúnar Dabbi Rún, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2015 | 18:45

Birgir Leifur varð T-8 í Belgíu – á 66 glæsihöggum lokahringinn!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í KPMG Trophy á Golf de Pierpont, í Le Bons Villers í Belgíu. Hann lauk keppni á 8 undir pari, 280 höggum (71 74 69 66). Lokahringinn lék Birgir Leifur á 6 undir pari, 66 högum; fékk 1 örn, 5 fugla og 1 skolla sem er stórglæsilegt skor. Þetta varð til þess að Birgir Leifur lauk leik í 8. sæti sem hann deildi með 3 öðrum kylfingum. Sá sem sigraði í mótinu var Jamie McLeary á 13 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á KPMG Trophy SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2015 | 18:40

Evróputúrinn: Chris Wood sigraði á Lyoness Open

Englendingurinn Chris Wood bar sigur úr býtum á Lyoness Open. Wood lék samtals á 15 undir pari, 273 höggum (67 69 70 67). Í 2. sæti varð Rafa Cabrera-Bello frá Kanaríeyjum 2 höggum á eftir Wood. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Lyoness Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2015 | 18:30

PGA: Gomez og Owen efstir f. lokahring St. Jude

Fabian Gomez frá Argentínu og Englendingurinn Greg Owen eru efstir og jafnir fyrir St. Jude Classic en voru að fara út fyrir um hálftíma síðan. Spurning hvort þeim takist að sigra á TPC Soutwind í kvöld? Fylgist með ganginum á lokahring St. Jude Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2015 | 22:00

Birgir Leifur T-29 á KPMG Trophy e. 3. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék 3. hring á KPMG Trophy í dag. Mótið fer fram í Golf de Pierpont, í Le Bons Villers í Belgíu. Birgir Leifur er búinn að spila á samtals 2 undir pari, 214 höggum (7174 69) og er T-29 þ.e. deilir 29. sæti með 7 öðru m kylfingum. Í efsta sæti fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun eru 2: Charles Eduard Russo  frá Frakklandi og Jamie McLeary á samtals 8 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á KPMG Trophy SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2015 | 21:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Guðjón Henning sá eini undir pari e. 2 dag!

Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG lék frábært golf við erfiðar aðstæður á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í dag á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Guðjón lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og er hann samtals á -2 fyrir lokahringinn. Egill Ragnar Gunnarsson félagi hans úr GKG er fjórum höggum á eftir á +2 líkt og heimamaðurinn Dagur Ebenezersson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Heiðar Davíð Bragason úr GHD. Það er því útlit fyrir spennandi lokahring á Hlíðavelli á sunnudag en lokaráshóparnir í karlaflokki fara út um hádegi. Staðan í karlaflokki fyrir lokahringinn á Símamótinu: 1. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG 142 högg (73-69) -2 2. – 4. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 146 Lesa meira