Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2015 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Guðrún Brá efst m/ 3 högga forskot e. 2. dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 77 höggum eða +5 á öðrum keppnisdeginum á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag. Guðrún Brá er efst á +6 samtals (73-77) og er hún með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er önnur á +9 (75-78).
Berglind Björnsdóttir úr GR og Ólöf María Einarsdóttir úr GHD eru jafnar í þriðja sæti á +11. Berglind lék á 75 höggum í dag og Ólöf María á 79 höggum.

Aðstæður voru nokkuð erfiðar á Hlíðavelli í dag – sterkur vindur, sól og þurrt.

Staðan í kvennaflokknum fyrir lokahringinn er þessi:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 150 högg (73-77) +6
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 153 högg (75-78) + 9
3. – 4. Berglind Björnsdóttir, GR 155 högg (81-74) +11
3. – 4. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 155 högg (76-79) +11
5. Signý Arnórsdóttir, GK 160 högg (82-78) +16

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:

Texti: GSÍ