Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2015 | 21:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Guðjón Henning sá eini undir pari e. 2 dag!

Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG lék frábært golf við erfiðar aðstæður á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í dag á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni. Guðjón lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og er hann samtals á -2 fyrir lokahringinn. Egill Ragnar Gunnarsson félagi hans úr GKG er fjórum höggum á eftir á +2 líkt og heimamaðurinn Dagur Ebenezersson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Heiðar Davíð Bragason úr GHD.

Það er því útlit fyrir spennandi lokahring á Hlíðavelli á sunnudag en lokaráshóparnir í karlaflokki fara út um hádegi.

Staðan í karlaflokki fyrir lokahringinn á Símamótinu:
1. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG 142 högg (73-69) -2
2. – 4. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 146 högg (75-71) +2
2. – 4. Dagur Ebenezersson, GM 146 högg (73-73) +2
2. – 4. Heiðar Davíð Bragason, GHD 146 högg (72-74) + 2
5. – 6. Björn Óskar Guðjónsson, GM 147 högg (77-70) + 3
5. – 6. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 147 högg (71-76) +3
7. – 10. Stefán Már Stefánsson, GR 148 högg (73-75) +4
7. – 10. Axel Bóasson, GK 148 högg (73-75) +4
7. – 10. Ingvar Andri Magnússon, GR 148 högg (73-75) +4
7. – 10. Kristján Þór Einarsson, GM (71-77) +4
11. – 13. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 149 högg (78-71) +5
11. – 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 149 högg (76-73) +5
11. – 13. Haukur Már Ólafsson,, GKG 149 högg (76-73) +5