Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2015 | 18:45

Birgir Leifur varð T-8 í Belgíu – á 66 glæsihöggum lokahringinn!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í KPMG Trophy á Golf de Pierpont, í Le Bons Villers í Belgíu.

Hann lauk keppni á 8 undir pari, 280 höggum (71 74 69 66).

Lokahringinn lék Birgir Leifur á 6 undir pari, 66 högum; fékk 1 örn, 5 fugla og 1 skolla sem er stórglæsilegt skor.

Þetta varð til þess að Birgir Leifur lauk leik í 8. sæti sem hann deildi með 3 öðrum kylfingum.

Sá sem sigraði í mótinu var Jamie McLeary á 13 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á KPMG Trophy SMELLIÐ HÉR: