Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2015 | 08:00

PGA: Fabian Gomez sigraði á St. Jude Classic

Það var Argentínumaðurinn Fabian Gomez, sem sigraði á St. Jude Classic, PGA mótinu í gær.

Gomez sigraði mjög sannfærandi; átti 4 frábæra hringi undir 70

Þannig var Gomez á 13 undir pari, 267 höggum (66 68 67 66) – og lék þar að auki á 6 undir pari, 66 höggum í gær, lokahringinn.

Sá sem næstur Gomez kom var helsti keppinautur hans, Englendingurinn Greg Owen en þeir voru efstir og jafnir fyrir lokahringinn. Owen var heilum 4 höggum á eftir Gomez á samtals 9 undir pari.

Til að sjá lokastöðuna á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: