Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 14:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín T-47 e. 3. dag

Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Empordá Challenge.

Mótið fer fram dagana 9.-12. júní 2022 á Empordá Golf, í Girona, á Spáni.

Á 3. hring lék Haraldur á 2 yfir pari, 72 höggum. Á hringnum fékk Haraldur einn tvöfaldan skolla, 3 skolla og 3 fugla. Samtals er Haraldur nú á 1 yfir pari, 211 höggum (71 68 72) og T-47, þ.e. deilir 47. sætinu ásamt 7 öðrum.

Jens Dantorp frá Svíþjóð heldur naumri forystu; hefir spilað á samtals 11 undir pari, 199 höggum (70 62 67).

Það er Liam Johnston frá Skotlandi sem sækir að Dantorp, en hann hefir spilað á 10 undir pari, 200 höggum (71 65 64) og munar nú aðeins 1 höggi á honum og forystumanninum, Dantorp.

Golf 1 óskar Haraldi góðs gengis á morgun!!!

Sjá má stöðuna á Empordá Challenge með því að SMELLA HÉR: