
LIV: Pat Perez nýjasti kylfingurinn á arabísku ofurgolfmótaröðinni
Pat Perez er nýjasti kylfingurinn, sem gengur til liðs við LIV, arabísku ofurgolfmótaröðina.
Perez er fæddur 1. mars 1976 og er því 46 ára.
Allt í allt hefir Perez unnið sér inn u.þ.b. $ 30 milljónir á PGA Tour í verðlaunafé og getur nú á efri árum enn bætt þar við.
Perez gerðist atvinnumaður í golfi 1997 og hefir á ferli sínum sigrað 3 sinnum á PGA Tour, 1 sinni á Korn Ferry og 1 sinni á Asíutúrnum. Hann hefir verið á PGA Tour frá árinu 2001.
Það olli nokkru uppnámi að eiginkona Pat, Ashley, greindi frá því á félagsmiðlum að eiginmaður hennar væri á leið til LIV áður en hann var formlega búinn að tilkynna um það.
Perez er sagður hafa fengið $10 milljónir til þess að ganga til liðs við LIV og mun verða með í næsta móti LIV í Portland í Bandaríkjunum, en mótið þar fer fram í Pumpkin Ridge golfklúbbnum 1.-3. júlí n.k.
Sjá má viðtal við Pat Perez um ákvörðun hans að ganga til liðs við LIV með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023