
LIV: Sergio Garcia segist ánægður á LIV – bann PGA Tour trufli sig ekkert
Sergio Garcia, 42 ára, sagðist glaður aðspurður um hvað sér finndist um að PGA Tour hefði bannfært hann og 16 aðra kylfinga frá því að spila framvegis á mótum PGA Tour.
Og hann leit svo sannarlega út fyrir að vera ánægður með sjálfan sig eftir að hafa hætt á PGA mótaröðinni og eftir að hafa hafið nýtt líf á LIV Golf.
Haft var eftir Garcia, þegar hann lenti í útistöðum við dómara á Wells Fargo mótinu nú nýlega, að hann gæti ekki beðið eftir að yfirgefa PGA mótaröðina.
Og það gerði hann fyrir tæpum 2 vikum, að sögn, til þess að forðast lagadeilur.
Aðspurður um hvað sér finndist um að PGA Tour hefði bannfært hann frá spili á mótaröðinni sagði Garcia:
„Það truflar mig ekki, ég er mjög ánægður þar sem ég er,“ með eftirtektarverðu brosi og ánægjubliki í augum, hugsandi eflaust um allar sádí-arabísku milljónirnar, sem eiga eftir að detta inn á bankareikninginn hjá honum, nú í sumar og haust.
„Ég er spenntur fyrir þessari mótaröð, fannst dagurinn í dag vera frábær dagur til að byrja á. (viðtalið tekið við Garcia á opnunardegi LIV, sl. fimmtudag 9. júní. )„Það er þar sem ég ætla að einbeita mér. Ég sagði upp störfum (hjá PGA Tour), fyrir einni og hálfri viku síðan, svo hvað sem PGA mótaröðin segir, tekur það ekki til mín vegna þess að ég er ekki meðlimur. Ég sagði upp vegna þess að ég vildi ekki lenda í neinum lagalegum átökum.“
„Ég er mjög ánægður með að vera hér af mörgum ástæðum, því það mun gera mér kleift að gera það sem ég elska, sem er að spila golf, það mun gera mér kleift að sjá fjölskylduna mína meira og verja meiri tíma með börnunum mínum, þau eru fjögurra og tveggja ára og þéna vel meðan ég er að gera það.“
Garcia virðist yfir sig hamingjusamur á LIV Golf.
- júlí. 6. 2022 | 17:30 Will Zalatoris þvertekur fyrir að ætla að ganga til liðs við LIV Golf
- júlí. 6. 2022 | 16:30 GBB: Guðný og Heiðar Ingi klúbbmeistarar 2022
- júlí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jón Gunnar Kanishka Shiransson – 6. júlí 2022
- júlí. 6. 2022 | 15:00 GÓS: Birna og Eyþór klúbbmeistarar 2022
- júlí. 6. 2022 | 10:00 GHG: Inga Dóra og Fannar Ingi klúbbmeistarar 2022
- júlí. 5. 2022 | 20:00 GÍ: Bjarney og Hrafn klúbbmeistarar 2022
- júlí. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Agnar Daði Kristjánsson – 5. júlí 2022
- júlí. 5. 2022 | 11:00 GMS: Helga Björg og Margeir Ingi klúbbmeistarar 2022
- júlí. 5. 2022 | 10:00 LIV: Graeme McDowell sér eftir að hafa varið ákvörðun sína að ganga til liðs við LIV
- júlí. 4. 2022 | 22:00 GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!