Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 18:30

LIV: Charl Schwartzel sigraði á Opnunarmótinu

Það var Charl Schwartzel, 37 ára, sem sigraði á Opnunarmóti LIV, sádí-arabísk bökkuðu ofurgolfmótaröðinni.

Mótið fór fram á Centurion Golf, í London, dagana 9.-11. júní 2022.

Það sem vekur nokkra athygli er að það eru suður-afrískir kylfingar í efstu 3 sætunum.

Fyrir fyrsta sætið hlaut Schwartzel 4 milljónir bandaríkjadala og þar að auki $ 750.000 vegna þess að lið hans varð í 1. sæti í liðakeppninni á Opnunarmótinu (Í „Stinger“ liði hans voru Du Plessis, 25 ára, sem varð í 2.sæti og Grace, 34 ára, sem varð í 3. sæti auk Oosthuizen, 39 ára, sem varð T-10).  Þetta eru u.þ.b. 632 milljónir íslenskra króna, sem Schwartzel hlaut fyrir 3 keppnisdaga!

Fram til þessa hafði vinningsfé Schwartzel verið $20,175,600, sem þýðir u.þ.b. að meðaltali $1,120,867 í vinningsfé á ári, þau 19 ár, sem Schwartzel hefir keppt á alþjóðlegum mótum. Charl Schwartzel gerðist atvinnumaður í golfi 2003. Í ár, 2022, hafði  Charl Schwartzel fram til dagsins í dag unnið sér inn $35,137. Besta ár hans fram til þessa var  keppnistímabilið 2015-16, þar sem hann hlaut $2,936,027 í vinningsfé. Schwartzel sigraði eftirminnilega á Masters 2011 – vinningsfé hans í dag var 4 sinnum meira en á Masters fyrir 11 árum. Í dag tók Schwartzel heim sem svarar 1/4 af öllu vinningsfé tæp 20 ára ferils síns…. og það í einu 3 daga móti!!!

Sjá má lokastöðuna á Opnunarmóti LIV hér að neðan ásamt því hversu mikið hver kylfingur hlaut í verðlaun:

1: $4,000,000 – Charl Schwartzel -7
2: $2,125,000 – Hennie du Plessis -6
T3: $1,500,000 – Branden Grace, Peter Uihlein -5
5: $975,000 – Sam Horsfield -3
T6: $800,000 – Oliver Bekker, Adrian Otaegui -2
8: $625,000 – Dustin Johnson -1
9: $580,000 – Talor Gooch
T10: $560,000 – Graeme McDowell, Justin Harding, Louis Oosthuizen
T13: $360,000 – Pablo Larrazabal, Ryosuke Kinoshita
T15: $250,000 – Martin Kaymer, Jinichiro Kozuma
T17: $232,000 – Richard Bland, JC Ritchie, Laurie Canter
T20: $200,000 – Ian Poulter, Scott Vincent. (ÍSK: 26 milljónir 600.000)
T22: $172,000 – Shaun Norris, Wade Orsmby, Sergio Garcia
T25: $166,000 – James Piot, Matt Jones, Ian Snyman, Phachara Khongwatmai
29: $158,000 – Lee Westwood (ISK: 21 milljón 14.000,-)
T30: $156,000 – Hudson Swafford, Viraj Madappa, Jediah Morgan
T33: $150,000 – Kevin Yuan, Phil Mickelson, Travis Smyth, Kevin Na, Chase Koepka
T38: $140,000 – Oliver Fisher, Blake Windred, David Puig, Hideto Tanihara, Ratchanon Chantananuwat
T43: $130,000 – Bernd Wiesberger, Sihwan Kim
45: $126,000 – Turk Pettit
46: $124,000 – Sadom Kaewkanjana
47: $122,000 – Itthipat Buranatanyarat
48: $120,000 – Andy Ogletree

Næsta mót LIV er í Portland, Oregon, í Bandaríkjunum, 1.-3. júlí n.k.