Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2022 | 17:00

LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR tóku þátt í Czech Ladies Open, sem fram fer á Royal Beroun golfvellinum dagana 24.-26. júní 2022.

Þær eru báðar því miður úr leik, en niðurskurður miðaðist við samtals 1 yfir pari eða betur.

Aðeins munaði einu sárgrætilegu höggi að Ólafía Þórunn næði niðurskurði, en hún lék á samtals 2 yfir pari (74 72).

Guðrún Brá lék á samtals 4 yfir pari (74 74) og munaði því 3 höggum að hún kæmist gegnum niðurskurðinn.

Til þess að sjá stöðuna á Czech Ladies Open SMELLIÐ HÉR: