Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2022 | 07:00

Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja

Golfklúbbur Akureyrar sigraði á Íslandsmóti golfklúbba í flokki 2022 16 ára og yngri drengja – en úrslitin réðust á Strandarvelli á Hellu 24. júní 2022. GA lék til úrslita gegn liði nr. 1 frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Golfklúbburinn Keilir varð í þriðja sæti. Alls tóku 9 lið þátt.

Smelltu hér fyrir heildarúrslit.

Gullverðlaunalið GA var þannig skipað: Veigar Heiðarsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Valur Guðmundsson, Ólafur Kristinn Sveinsson, Ragnar Orri Jónsson og Heiðar Kató Finnsson.

Silfurverðlaunalið GKG-1 var þannig skipað: Guðjón Frans Halldórsson, Guðmundur Snær Elíasson, Pálmi Freyr Davíðsson, Magnús Ingi Hlynsson.

Bronsverðlaunalið GK var þannig skipað: Markús Marelsson, Hjalti Jóhannsson, Birkir Thor Kristinsson, Andri Snær Gunnarsson, Ragnar Áki Kristjánsson, Sören Cole K. Heiðuson.

Mynd og texti: GSÍ