Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2022 | 18:00

NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu

Aron Snær Júlíusson, GKG, og Gísli Sveinbergsson, GK tóku þátt í UNICHEF Championship, móti á Ecco mótaröðinni, sem er hluti af Nordic Golf League (skammst.: NGL).

Gísli komst ekki í gegnum niðurskurð, en það gerði Aron Snær hins vegar.

Niðurskurður var miðaður við samtals 3 yfir pari eða betra.

Gísli lék því miður á 4 yfir pari (76 72) og munaði aðeins 1 höggi að hann kæmist í gegn.

Aron Snær lék fyrstu tvo hringina á 3 undir pari (70 71)og flaug gegnum niðurskurðinn. Hann bætti síðan við hring upp á 1 yfir pari og lauk því keppni á samtals 2 undir pari 214 höggum (70 71 73) og varð T-13 þ.e. deildi 13. sætinu með 4 öðrum kylfingum, sem voru þ.a.l. í 13.-17. sæti.

Í mótinu léku einnig Íslendingarnir Aron Bergsson og Hákon Harðarson. Aron spilaði undir sænskum fána  og fyrir Hills golfklúbbinn í Svíþóð og Hákon undir dönskum fána og fyrir Royal golfklúbbinn.  Hvorugur þeirra náði niðurskurði.

Mótið fór fram í Lübker Golf Resort í Nimtofte, Danmörku, dagana 22.-24. júní 2022.  Nimtofte er 37 km austur af Randers.

Sjá má lokastöðuna á UNICHEF Championship með því að SMELLA HÉR: