Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2022 | 21:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Blot Open de Bretagne.

Mótið fer fram í Golf Blue Green de Pléneuf Val André, Pléneuf, Frakklandi, dagarna 23.-26. júní 2022.

Hvorugur þeirra komst í gegnum niðurskurð, sem miðaðist við samtals 2 yfir pari eða betra.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 4 yfir pari (69 75) og var því 2 höggum frá því að komast í gegn.

Andri Þór lék á samtals 15 yfir pari (69 86) og var því nokkuð langt frá því að ná niðurskurði, að þessu sinni.

Sjá má stöðuna á Blot Open de Bretagne með því að SMELLA HÉR: