Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2022 | 00:10

LIV: Tilkynnt um leikmannahóp á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar – Brooks Koepka og Abraham Ancer meðal keppenda!

LIV Golf Series sendi frá sér lista yfir 45 leikmenn, sem munu keppa í Pumpkin Ridge í Oregon 1.-3. júlí n.k. í 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar. Eftir er að tilkynna hverjir verða 3 síðustu kylfingar inn í mótið.

Eins og verið hefir í fréttum eru mexíkanski kylfingurinn Abraham Ancer,  Patrick Reed, Bryson DeChambeau, Pat Perez og Brooks Koepka  meðal keppenda.

Meðal nýrra kylfinga á LIV er einnig hinn japanski Yuki Inamori, 27 ára, sem er fjórfaldur sigurvegari á japanska PGA.

Hins vegar eru 10 kylfingar, sem voru með í London, ekki með í Bandaríkjunum. Það eru þeir Andy Ogletree, sem varð í síðasta sæti í Londonar mótinu.  Jafnframt eru eftirfarandi kylfingar ekki með: Oliver Bekker, Ratchanon Chantananuwat, Oliver Fisher, Pablo Larrazabal, Viraj Madappa, David Puig, JC Ritchie og Kevin Yuan.

Nokkuð slæmt að kylfingum, sé ekki tryggður spilaréttur í öllum mótum – þá fer nú að hríslast af glæsileika „ofur“mótaraðarinnar – og þeim fúlgum fjár, sem hægt er að vinna sér inn!

Þetta er listi þeirra 45 sem munu keppa á 2. móti sádí-arabísku ofurgolfmótaraðarinnar:

Ancer, Abraham — Mexikó

Bland, Richard — England

Buranatanyarat, Itthipat — Thailand

Canter, Laurie — England

DeChambeau, Bryson — Bandaríkin

DuPlessis, Hennie — Suður-Afríka

Garcia, Sergio — Spánn

Gooch, Talor — Bandaríkin

Grace, Branden — Suður-Afríka

Harding, Justin — Suður-Afríka

Horsfield, Sam — England

Inamori, Yuki — Japan

Johnson, Dustin — Bandaríkin

Jones, Matt — Ástralía

Kaewkanjana, Sadom — Thailand

Kaymer, Martin — Þýskaland

Khongwatmai, Phachara — Thailand

Kim, Sihwan — Bandaríkin

Kinoshita, Ryosuke — Japan

Koepka, Brooks — Bandaríkin

Koepka, Chase — Bandaríkin

Kozuma, Jinichiro — Japan

McDowell, Graeme — Norður-Írland

Mickelson, Phil — Bandaríkin

Morgan, Jediah –Ástralía

Na, Kevin — Bandaríkin

Norris, Shaun — Suður-Afríka

Oosthuizen, Louis — Suður-Afríka

Ormsby, Wade — Ástralía

Otaegui, Adrian — Spánn

Perez, Pat — Bandaríkin

Pettit, Turk — Bandaríkin

Piot, James — Bandaríkin

Poulter, Ian — England

Reed, Patrick — Bandaríkin

Schwartzel, Charl — Suður-Afríka

Smyth, Travis — Ástralía

Snyman, Ian — Suður-Afríka

Swafford, Hudson — Bandaríkin

Tanihara, Hideto — Japan

Uihlein, Peter — Bandaríkin

Vincent, Scott — Zimbabwe

Westwood, Lee — England

Wiesberger, Bernd — Austurríki

Windred, Blake — Ástrallía