Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2022 | 22:00

LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru báðar með í móti vikunnar á LET: Czech Ladies Open.

Mótið fer fram dagana 24.-26. júní 2022 í Royal Beroun golfklúbbnum í Tékklandi.

Eftir 1. dag er Guðrún Brá T-81, en hún lék á 2 yfir pari, 74 höggum.

Ólafía Þórunn er T-92 á 3 yfir pari, 75 höggum.

Sjá má stöðuna á Czech Ladies Open með því að SMELLA HÉR: