WGC: Jason Day heimsmeistari í holukeppni!
Það var Jason Day sem stóð uppi sem sigurvegari á heimsmeistaramótinu í holukeppni. Hann vann Rafa Cabrera Bello í undanúrslitunum og keppti til úrslita á móti Louis Oosthuizen, eftir að hafa haft betur gegn sjálfum Rory McIlroy í undanúrslitunum. Það voru því Day og Oosthuizen sem börðust um heimsmeistaratitilinn, sem lauk með fremur auðveldum sigri Jason Day, 5&4. Fyrir sigurinn hlaut Day litlar $1,620,000. Þeir Cabrera Bello og Rory léku síðan um þriðja sætið, sem Cabrera Bello vann 3&2. Sjá má úrslit í öðrum viðureignum heimsmeistaramótsins í holukeppni með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-13 á Hawaii
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State tóku þátt í Dr. Donnis Thompson Inv. á Hawaii. Mótið fór að venju fram á Kaneohe Klipper á Hawaii og spilað var að þessu sinni 22.-24. mars 2016. Guðrún Brá lék á samtals 4 yfir pari 220 höggum (76 72 72) og deldi 13. sætinu ásamt 3 öðrum. Guðrún Brá var best í liði Bulldogs þ.e. skólaliði Fresno State og má sjá umfjöllun á heimasíðu skólans um Guðrúnu Brá með því að SMELLA HÉR: Sigurvegari mótsins lék á 8 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Dr. Donnis Thompson Inv. SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Guðrúnar Brár og Fresno State er Rebel Intercollegiate, sem Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Liebelei Elena Lawrence; Axel Óli Ægisson og Jónas Þórir Þórisson – 28. mars 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír. Fyrstan ber að nefna Jónas Þóri Þórisson, en hann er fæddur 28. mars 1956 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Síðan á Axel Óli Ægisson, 40 ára stórafmæli en hann er fæddur 28. mars 1976. Þriðji afmæliskylfingurinn er grísk-lúxembúrgíski kylfingurinn Liebelei Elena Lawerence, en hún er fædd 28. mars 1986 og því 30 ára í dag. Liebelei fluttist frá Aþenu til Lúxembourg, þegar hún var 3 ára gömul. Hún byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 í forgjöf. Gríska stúlkan með fallega nafnið spilar í dag á Evrópumótaröð kvenna (LET). Liebelei var í Vanderbilt University í Nashville Tennessee Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Luke List (7/50)
Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50. Sá sem varð í 44. sætinu er Luke List. Luke List fæddist 14. janúar 1985 í Seattle, Washington og er því 31 árs. Á háskólaárum sínum var List í Valderbilt háskólanum, þar sem hann lék í bandaríska háskólagolfinu með liði skólans. Hann útskrifaðist úr skólanum 2007 með gráðu í human and organizational developement. Sama ár gerðist List atvinnumaður í golfi. Systir List, Bekah, var í golf og sundliði Whitworth University. Önnur systir List, Sarah, var í 4 Lesa meira
GA: Hugleiðing formanns GA
Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar má finna eftirfarandi hugleiðingu frá Sigmundi Ófeigssyni formanni GA: „Mikið og öflugt starf hefur verið í vetur hjá GA og hafa starfsmenn GA ekki slegið slöku við. Ágúst framkvæmdastjóri og hans lið hefur lagt mikið á sig við að veita klúbbmeðlimum aukna þjónustu bæði niður í Golfhöll og einnig hefur mikið starf verið unnið að Jaðri. Að Jaðri hafa verið stór og mikil verkefni í gangi jafnt innan sem utan húss. Þessi verkefni hófust strax á haustmánuðum. Þar má helst telja endurbætur á eldhúsi, veislusalurinn var allur tekinn í gegn, parketlagður og málaður og nú er verið að taka kjallarann algerlega í gegn þar sem snyrtingar Lesa meira
LPGA: Lydia Ko sigraði á Kia Classic
Það var nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, sem sigraði á Kia Classic mótinu. Lydia lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 67 67 67). Í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir Ko varð fyrrum nr. 1 á heimslistanum Inbee Park á samtals 15 undir pari (67 69 70 67). Enn ein sem vermt hefir efsta sæti Rolex-heimslistans og hefir ekki sést í lengri tíma í efstu sætum, varð í 3. sæti en það er hin japanska Ai Miyazato. Hún lék á samtals 12 undir pari (6772 71 66) og átti glæsilegan lokahring eins og sá má sem fleytti henni í efsta sætið! Til þess að Lesa meira
GKG: Eva María fór holu í höggi í æfingaferð
Eva María Gestsdóttir, GKG, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í æfingaferð GKG á Morgado – Alamos vellinum í Portúgal. Eva náði draumahögginu á 3. holu og notaði hún 5-járn. Um var að ræða svokallað „basket“ högg, en það er golfmálið þegar boltinn flýgur beint í holuna án þess að rúlla. Eva María, sem er aðeins 12 ára, náði þarna draumahögginu í annað sinn á ferlinum. Gestur pabbi hennar keypti lítinn glerkassa fyrir kúluna þegar hún fór holu í höggi í fyrsta sinn og ætlar að kaupa annan eins fyrir kúluna sem hún notaði núna. Spurning hvort hann ætti ekki að kaupa eins og 12 stykki til Lesa meira
Gleðilega páska 2016!
Golf 1 óskar kylfingum nær og fjær gleðilegra páska og margra skemmtilegra golfhringja í vor og á komandi sumri! Megið þið öll ná markmiðum ykkar! Jafnframt þakkar Golf 1 fyrir góðar viðtökur. Golf 1 hefir nú verið starfandi í 4 1/2 ár og á þeim tíma hafa tæp 15.000 golffréttir, bæði innlendar og erlendar birtst, þ.e. golffréttir á ensku, þýsku og íslensku, sem gerir að meðaltali u.þ.b. 9,5 golffréttir á dag. Framundan er síðan spennandi golfsumar… Í dag, Páskadag, fer Golf 1 í stutt páskafrí og birtast engar fréttir aftur fyrr en á morgun 2. í páskum. Gleðilega páska!
Ko efst fyrir lokahring Kia Classic
Nr. 1 á heimslistanum Lydia Ko er efst á á Kia Classic mótinu eftir 3 leikna hringi, en lokahringurinn fer fram síðar í dag. Ko er búin að spila á samtals 14 undir pari. 3 deila 2. sætinu 3 höggum á eftir nr. 1, eða á 11 undir pari, hver. Þetta eru þær Brittany Lang, Sung Hyun Park og Jenny Shin. Sjá má stöðuna eftir 3. dag á Kia Classic með því að SMELLA HÉR:
GSG: Úrslit í páskamóti Nóa Síríus og GSG
Alls mættu 55 kylfingar til leiks á Kirkjubólsvöll, í gær 26. mars 2016. Allir voru ræstir út á sama tíma og var veðrið alveg ágætt. Þegar leiknar höfðu verið um 2 holur fór aðeins að rigna og eftir um 5 holur þá fór að koma smá slydda og að lokum snjóaði og hættu allir leik á bilinu eftir 7-10 holur…. allt orðið hvítt. Þá var þrammað í Golfskálann og þar beið kaffi, vöfflur o.fl. ásamt því sem allir kylfingar fengu fría sveppasúpu. Ákveðið var að draga alla vinninga út úr skorkortum. Þar voru 15 páskaegg og einnig 5 Gjafabréf upp á 5 hringi á Kirkjubólsvelli fyrir 2. Einnig var ákveðið Lesa meira










