Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2016 | 13:30

GSG: Úrslit í páskamóti Nóa Síríus og GSG

Alls mættu 55 kylfingar til leiks á Kirkjubólsvöll, í gær 26. mars 2016.
Allir voru ræstir út á sama tíma og var veðrið alveg ágætt.
Þegar leiknar höfðu verið um 2 holur fór aðeins að rigna og eftir um 5 holur þá fór að koma smá slydda og að lokum snjóaði og hættu allir leik á bilinu eftir 7-10 holur…. allt orðið hvítt.
Þá var þrammað í Golfskálann og þar beið kaffi, vöfflur o.fl. ásamt því sem allir kylfingar fengu fría sveppasúpu.
Ákveðið var að draga alla vinninga út úr skorkortum.
Þar voru 15 páskaegg og einnig 5 Gjafabréf upp á 5 hringi á Kirkjubólsvelli fyrir 2.
Einnig var ákveðið að allir sem greiddu mótsgjaldið fengju einn hring hjá GSG frítt hvenær sem er á þessu tímabili. Nafnalisti er í veitingasölunni og þurfa menn bara að láta vita af sér þar.
Þannig að eftir þennan blauta dag  ættu allir að hafa farið sáttir heim.
Golfkveðjur
Stjórn GSG