Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2016 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Luke List (7/50)

Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50.

Sá sem varð í 44. sætinu er Luke List.

Luke List fæddist 14. janúar 1985 í Seattle, Washington og er því 31 árs.

Á háskólaárum sínum var List í Valderbilt háskólanum, þar sem hann lék í bandaríska háskólagolfinu með liði skólans.

Hann útskrifaðist úr skólanum 2007 með gráðu í human and organizational developement.

Sama ár gerðist List atvinnumaður í golfi.

Systir List, Bekah, var í golf og sundliði Whitworth University. Önnur systir List, Sarah, var í 4 ár í sundliði University of North Carolina.

List segir besta árangur sinn í golfinu vera þegar hann komst í gegnum niðurskurð á Masters 2005.

Besti árangur List í íþróttum utan golfs er að komast á ríkismeistaramótið í sundi á menntaskólaárum sínum.

Uppáhaldsvöllur sem List hefir spilað er Pebble Beach og þann sem hann myndi mest langa til að spila á er Riviera CC.

List segist aldrei ferðast á  iPodsins síns.

Uppáhalds atvinnumannalið List er Tennessee Titans og hann merkir bolta sína alltaf með slogan-i frá Tennessee liðinu.

Upphaldssjónvarpsþáttur List er „Curb Your Enthusiasm,“ og uppáhaldskvikmyndin er „Forrest Gump.“

Uppáhaldssskemmtikratur List er Larry David.

Uppáhaldsbók List er The Purpose Driven Life

Annað sem er í uppáhaldi er mexíkanskur matur, Kobe Bryant, New York, Los Angeles og Chicago.

Uppáhaldsholl List er hann sjálfur, pabbi hans, afi og frændi.

List segir að hann sé sérfræðingur í að búa til omelettur.

Meðal þess sem List styrkir eru Olympíuleikar fatlaðra.