Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2016 | 10:00

LPGA: Lydia Ko sigraði á Kia Classic

Það var nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, sem sigraði á Kia Classic mótinu.

Lydia lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 67 67 67).

Í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir Ko varð fyrrum nr. 1 á heimslistanum Inbee Park á samtals 15 undir pari (67 69 70 67).

Enn ein sem vermt hefir efsta sæti Rolex-heimslistans og hefir ekki sést í lengri tíma í efstu sætum, varð í 3. sæti en það er hin japanska Ai Miyazato.  Hún lék á samtals 12 undir pari (6772 71 66) og átti glæsilegan lokahring eins og sá má sem fleytti henni í efsta sætið!

Til þess að sjá lokastöðuna á Kia Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Kia Classic SMELLIÐ HÉR: