Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2016 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-13 á Hawaii

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State tóku þátt í Dr. Donnis Thompson Inv. á Hawaii.

Mótið fór að venju fram á Kaneohe Klipper á Hawaii og spilað var að þessu sinni 22.-24. mars 2016.

Guðrún Brá lék á samtals 4 yfir pari 220 höggum (76 72 72) og deldi 13. sætinu ásamt 3 öðrum.

Guðrún Brá var best í liði Bulldogs þ.e. skólaliði Fresno State og má sjá umfjöllun á heimasíðu skólans um Guðrúnu Brá með því að SMELLA HÉR: 

Sigurvegari mótsins lék á 8 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Dr. Donnis Thompson Inv. SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Guðrúnar Brár og Fresno State er Rebel Intercollegiate, sem fram fer 1. apríl n.k.