Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Liebelei Elena Lawrence; Axel Óli Ægisson og Jónas Þórir Þórisson – 28. mars 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír.

Fyrstan ber að nefna Jónas Þóri Þórisson, en hann er fæddur 28. mars 1956 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!!

Síðan á Axel Óli Ægisson, 40 ára stórafmæli en hann er fæddur 28. mars 1976.

Þriðji afmæliskylfingurinn er grísk-lúxembúrgíski kylfingurinn Liebelei Elena Lawerence, en hún er fædd 28. mars 1986 og því 30 ára í dag. Liebelei fluttist frá Aþenu til Lúxembourg, þegar hún var 3 ára gömul. Hún byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 í forgjöf. Gríska stúlkan með fallega nafnið spilar í dag á Evrópumótaröð kvenna (LET).

Liebelei var í Vanderbilt University í Nashville Tennessee á golfstyrk, þar sem hún spilaði golf í 4 ár (2004-2008). Öll árin var hún „Letter Winner“ og spilaði á 2. „teem All-Sec“ á lokaári sínu í háskóla.

Hún varð í 19. sæti á lokaúrtökumóti LET, sem fram fór á La Manga golfvellinum á Spáni, í desember 2010.

Liebelei er sú fyrsta á LET til að keppa f.h. Grikklands og koma frá Lúxembourg, en hún er með tvöfalt ríkisfang, þ.e. hún er grískur og bandarískur ríkisborgari, en býr í Lúxembourg.

Meðal áhugamála Liebelei eru skokk. skíði, yoga, pilates, að lesa og ferðast.

Hún talar reiprennandi 5 tungumál: grísku, ensku, lúxembúrgísku, frönsku og þýsku.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Ray, 28. mars 1872 – d. 26. ágúst 1943; Áslaug Auður Guðmundsdóttir, 28. mars 1972 (44 ára);  Arnar Svansson, 28. mars 1977 (39 ára);  Scott Langley, 28. mars 1989 (27 ára)

 

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is