Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2016 | 07:00

WGC: Jason Day heimsmeistari í holukeppni!

Það var Jason Day sem stóð uppi sem sigurvegari á heimsmeistaramótinu í holukeppni.

Hann vann Rafa Cabrera Bello í undanúrslitunum og keppti til úrslita á móti Louis Oosthuizen, eftir að hafa haft betur gegn sjálfum Rory McIlroy í undanúrslitunum.

Það voru því Day og Oosthuizen sem börðust um heimsmeistaratitilinn, sem lauk með fremur auðveldum sigri Jason Day, 5&4.  Fyrir sigurinn hlaut Day litlar $1,620,000.

Þeir Cabrera Bello og Rory léku síðan um þriðja sætið, sem Cabrera Bello vann 3&2.

Sjá má úrslit í öðrum viðureignum heimsmeistaramótsins í holukeppni með því að SMELLA HÉR: