Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2022 | 18:00

LET: Ólafía Þórunn varð T-29 og Anna Nordqvist sigraði á Big Green Egg!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR,  lauk í dag keppni á Big Green Egg mótinu, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET).

Ólafía Þórunn lék á samtals 3 yfir pari, 291 höggi ( 70 78 71 72) og lauk keppni T-29.

Fyrir árangur sinn hlaut Ólafía €2,887.50 (u.þ.b. IKR 414.500,-)

Sigurvegari mótsins varð hin sænska Anna Nordqvist, en hún lék á samtals 7 undir pari, 281 högg ( 72 70 67 72).

Sjá má lokastöðuna á Big Green Egg með því að SMELLA HÉR: