Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2022 | 20:10

Áskorendamótaröð Evrópu: Bjarki lauk keppni T-24 og Haraldur T-44 á Euram Bank Open

Bjarki Pétursson, GB og GKG og Haraldur Franklín Magnús, GR tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Euram Bank Open.

Mótið fór fram dagana 14.-17. júlí 2022 í GC Adamstal, í Ramsau, Austurríki.

Bjarki átti góðan endasprett í mótinu og lauk keppni T-24 með skor upp á 2 undir pari, 278 högg (69 70 72 67) og hlaut fyrir árangur sinn €2,325.00 (u.þ.b. IKR 334.000,-)

Haraldur Franklín lauk keppni T-44 og lék á 1 yfir pari, 281 höggi (71 67 70 73) og hlaut tékka upp á €1,275.00 (u.þ.b. IKR 183.000,-)

Sigurvegari í mótinu var Þjóðverjinn Marc Hammer en hann spilaði á samtals 10 undir pari (68 70 66 66).

Sjá má lokastöðuna á Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR: