Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (30/2022)

Nokkrir á stuttir á ensku: “Golf is the perfect thing to do on a Sunday because you spend more time praying on the course than if you went to church.” “Golf is literally a sport to see who can play the least golf.” —21Cosner on Reddit.com “Golf is a good walk spoiled.” —Mark Twain “If you watch a game, it’s fun. If you play it, it’s recreation. If you work at it, it’s golf.” —Bob Hope “I have a tip that will take five strokes off anyone’s golf game. It’s called an eraser.” —Arnold Palmer

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vikar Jónasson — 23. júlí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Vikar Jónasson. Vikar fæddist 23. júlí 1997 og er því 25 ára í dag! Vikar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Southern Illinois University. Komast má á facebook síðu Vikars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Vikar Jónasson – Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Green, 23. júlí 1958 (64 árs); Craig Barlow, 23. júlí 1972 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (49 ára); Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 (42 ára); Kiradech Aphibarnrat, 23. júlí 1989 (33 ára); Harris English, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2022 | 01:00

Evían 2022: Brooke Henderson leiðir í hálfleik

Evían risamótið fer nú fram um þessar mundir (21.-24. júlí 2022) í Evian Resort Golf Club, í Frakklandi. Í hálfleik er það kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson, sem leiðir, en hún er búin að spila á samtals 14 undir pari (64 64). Í 2. sæti 3 höggum á eftir er Nelly Korda. Tveir kylfingar frá S-Kóreu deila síðan 3. sætinu á samtals 9 undir pari, hvor þ.e. þær Sei Young Kim og So Yeon Ryu. Sjá má stöðunaá Evían risamótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2022 | 00:01

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín úr leik á Big Green Egg German Challenge

Haraldur Franklín Magnús tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu:Big Green Egg German Challenge powered by VcG. Mótið fer fram í Wittelsbacher golfklúbbnum, í Neuburg an der Donau, Þýskalandi, dagana 21.-24. júlí 2022. Haraldur Franklín komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni, en hann var miðaður við samtals 2 undir pari eða betra. Haraldur Franklín spilaði á samtals 3 yfir pari, 147 högg (72 75). Í hálfleik mótsins eru 3 sem deila forystunni: Pólverjinn Mateusz Gradecki og Spánverjarnir Manuel Elvira og Alejandro del Rey; en allir hafa þeir spilað á samtals 10 undir pari, hver. Sjá má stöðuna á Big Green Egg German Challenge með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2022 | 22:00

European Young Masters: Perla Sól T-2 e. 2. dag -Glæsileg!!!

Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt á European Young Masters sem fram fer á Linna golfvellinum í Finnlandi, dagana 21. – 23. júlí 2022. Mótið er fyrir kylfinga sem eru 16 ára og yngri. Keppendur Íslands eru Skúli Gunnar Ágústsson, GA – Veigar Heiðarsson, GA – Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Skúli er með 1 í forgjöf, Veigar 1,1, Helga Signý 1,7 en Perla Sól er með lægstu forgjöfina af íslensku keppendunum eða -3,5. Keppt er í einstaklings – og liðakeppni. Leiknir eru þrír keppnishringir á þremur keppnisdögum í þar sem að keppt er í höggleik. Í liðakeppninni telja þrjú bestu skorin hjá hverju liði á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigrún Margrét Ragnarsdóttir – 22. júlí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Sigrún Margrét Ragnarsdóttir. Sigrún Margrét er fædd 22. júlí 1942 og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Sigrún Margrét er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún varð m.a. Íslandsmeistari 65+ í kvennaflokki 2016 og 2013 og 5 ár þar á undan í höggleik án forgjafar og með forgjöf í 4 skipti. Hún varð í 2. sæti á Íslandsmóti 65+ 2017. Árið 2019 varð Sigrún Margrét síðan T-6 á meistaramóti Keilis í flokki kvenna 75+. Þess mætti geta að Sigrún er ekki aðeins ein af Golfdrottningum Keilis heldur einnig fegurðardrottning Íslands 1960. Hún er frábær í golfi, gullfalleg og er þar að auki bæði skemmtileg og góð! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Maggi Birgis –—— 21. júlí 2022

Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959 og á því 63 ára afmæli. Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni ). Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2022 | 10:30

MEISTARAMÓT 2022 – Hvaða klúbbar héldu meistaramót og hverjir ekki?

Hér fyrir neðan birtist listi yfir klúbbmeistara þeirra golfklúbba á Íslandi, sem héldu meistaramót í ár…. þ.e.a.s að svo komnu máli. Golf 1 hefir á undanförnum árum birt þennan lista um áramót og verður engin breyting á … það er vonandi að fleiri golfklúbbar haldi meistaramót …. þó þau séu ekki komin í Golfboxið þannig að neðan- greint verði uppfært næstu áramót!!! Í ár (það sem af er) héldu 39 af 63 klúbbum, sem skráð eru hjá GSÍ meistarmót og er það fækkun meistaramótshalds um 2 frá því árinu á undan, en þá hélt 41 klúbbur meistaramót. Og í fyrra var Covid-ár!!! Það eru aðeins 62% klúbba á landinu, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2022 | 08:00

GF: Heiðurshjónin Hafdís og Einar klúbbmeistarar GF 2022

Meistaramót Golfklúbbsins Flúðir (GF) fór fram dagana 15.-16. júlí 2022. Þátttakendur sem luku keppni voru 52 og kepptu þeir í 18 flokkum. Klúbbmeistarar GF 2022 eru heiðurshjónin Hafdís Ævarsdóttir og Einar Einarsson. Sjá má helstu úrslit hér að neðan en öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:  Karlar 55+ (brúttó): 1 Einar Einarsson +26 166 (84 82) 2 Hannes A Ragnarsson +30 179 (82 88) 3 Benedikt Hauksson +41 181 (89 92) Karlar 55+ (nettó): 1 Einar Einarsson +2 142 (72 70) 2 Hannes A Ragnarsson +6 146 (70 76) 3 Gunnar Einarsson +9 149 (70 79) 1. flokkur kvenna (brúttó): 1 Hafdís Ævarsdóttir +39 179 (89 90) 2 Halldóra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2022 | 18:00

GBO: Wirot klúbbmeistari 2022

Meistaramót Golfklúbbs Bolungarvíkur (GBO) fór fram á Syðridalsvelli á Bolungarvík dagana 15.-16. júlí 2022. Þátttakendur voru 7 og var keppt í 2 flokkum. Klúbbmeistari GBO 2022 er Wirot Khiansanthia. Þess mætti geta að Wirot hefir orðið klúbbmeistari GBO áður, eða 2019 – 2021 og er þetta því 4. klúbbmeistaratitill Wirot. Eins var hann í sigursveit GBO, sem sigraði í 5. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba 2020. Sjá má öll úrslit í meistaramóti Bolungarvíkur 2022 hér að neðan: A flokkur 1 Wirot Khiansanthia +11 82 2 Páll Guðmundsson +13 84 3Runólfur Kristinn Pétursson +15 86 T4 Unnsteinn Sigurjónsson +17 88 T4 Jón Þorgeir Einarsson +17 88 6 Þorgils Gunnarsson +20 91 Lesa meira