Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2016 | 18:00

Golf í Egyptalandi  – hið sögufræga Mena House

Þegar talað er um að fara í golfferðalag er fæstum sem dettur í hug Egyptaland sem áfangastað golfara. Þó eru ýmsir kylfingar sem hafa reynslu af golfi í Egyptalandi, t.a.m. Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, sem hefir verið við keppni þar.

Landið er í hugum flestra bundið við biblíusögur, forna frægð og hugvit, fátækt, faraóa og pýramíða, Ómar Sharif, stríð við Ísrael eða nú á síðari árum Yacoubian-bygginguna, hið magnaða verk Alaa Al-Aswany um völd, peninga, kynlíf, stjórnmál, trú og ást.

Engu að síður eru 14 mjög fjölbreytilegir golfvellir í Egyptalandi, allt frá meira en 100 ára gömlum golfvöllum til nútímalegra valla hönnuðum skv. nýjustu línum í golfvallartísku; golfvöllum í eyðimörkinni og golfvöllum við strendur landsins.

Púttað við Keóps pýramíðann á Mena House golfvellinum í Kaíró, Egyptalandi

Púttað við Keóps pýramíðann á Mena House golfvellinum í Kaíró, Egyptalandi

Fáir golfvellir í heiminum slá við Mena House Golf Course, við Pýramíðagötu, í Giza, Kairo, þegar kemur að mögnuðu sögulegu útsýni, en völlurinn er í aðeins 700 metra fjarlægð frá Keóps-pýramíðunum. Keóps-pýramíðarnir eru taldir byggðir árið 2560 f.Kr, til handa Keóps (líka nefndur Khufu) sem var 2. faraói á 4. valdatímabili þeirra,  en hann ríkti frá 2589 til 2566 f. Kr. Einungis örfáir fá að fara í einu inn í pýramíðann – en það er ekkert að sjá inni. Engu að síður, þegar maður er einu sinni kominn á staðinn verður maður að fara inn. Engu að síður er tilkomumeira að sjá pýramíðann að utan eða frá 18. braut á Mena House golfvellinum.

Mena House Golf Course er eini völlurinn við hótel í Kaíro.  Hann er par-68, með 9 brautum en spilaður sem 18 holu vegna mismunandi teiga uppsetningar á seinni hring.

Mena House er elsti og rótgrónasti völlurinn í Egyptalandi. Á golfvellinum er m.a. flóðlýst æfingasvæði, hægt er að fá golfkennslu, á svæðinu er golfverslun sem m.a. selur pýramíðaminjagripi, hægt er að leigja sér kylfubera, kylfur og kerrur.
Það eru til lúxusgolfhótel og síðan eru örfá hótel í heiminum sem teljast til golfgoðsagna. Mena House tilheyrir síðari flokknum.

Mena House var byggt 1869 af King Ismail hinum mikla og var í fyrstu nefnt Khedival lodge veiðikofinn, líka uppnefndur “moldarkofinn.” Konungurinn notaði kofann þegar hann veiddi í eyðimörkinni eða fór í skoðunarferðir í pýramíðann. Khedive lodge veiðikofinn var stækkaður og Pýramíðagatan frá Kairó til Giza var byggð þegar Eugenie drottning heimsótti Egyptaland 1869.

Mena Golf House

Mena Golf House

Til dagsins í dag er Mena House frægasta hótelið í grennd við pýramíðana í Giza. Árið 1883 keyptu bresk hjón, Frederick og Jessie Head, Khedival veiðikofann á hveitibrauðsdögum sínum, en Jessie kenndi m.a. börnum ensku þar.  Heads-hjónin seldu Ethel og Hugh F. Locke-King kofann og þau nefndu staðinn fyst Mena Hotel, árið 1885. Hótelið hlaut nafn sitt frá Mena, sem var stofnfaðir fyrsta egypska faraóa-tímabilsins. Hann var nefndur Aha eða Menes konungur frá Memphis, en hann byggði borgina Memphis og sameinaði efri og neðri hluta Egyptalands í eitt konungsríki.

Upphaflega voru 80 herbergi í Mena House, en það bauð einnig upp á hestaleigu, golfvöll, 2 tennisvelli, bókasafn, billiard herbergi, franskan mat og þjónustu ítalska ljósmyndarans Fasani, sem var með stúdíó sitt á hótelinu. Árið 1890 opnaði Mena House fyrstu sundlaug við hótel í Egyptalandi og eins var ráðinn breskur læknir Barry-Blacker, sem var yfir einni fyrstu heilsulind (spa) nálægt pýramíðunum.
Meðal frægra gesta hótelsins á 19. öld voru prinsinn af Wales, sem gisti í Mena House 1889 og Arthur Conan Doyle, ásamt eiginkonu sinni gisti þar 1884-95, en á hótelinu er sagt að hann hafi ritað Sherlock Holmes.

Á árunum 1894-1914 skipti Mena House nokkrum sinnum um eigendur, en fyrsta heimstyrjöldin hafði í för með sér miklar breytingar. Mena House var hertekið af ástralskri herdeild og í fyrsta sinn var vikið frá reglunni um að enginn gæludýr mættu vera í hótelinu þegar Ástralir komu með kengúrur með sér. Við lok stríðsins var Mena House orðið að sjúkrahúsi.
Meðan á fyrstu heimstyrjöldinni stóð kom Winston Churchill í fyrsta sinn í Mena House. Hann gjörsamlega féll fyrir staðnum og kom þangað reglulega það sem eftir var ævinnar. Ein svítan í Mena House er nefnd í höfuðið á honum, Churcill Suite.

Churchill Suite í Mena House

Churchill Suite í Mena House

Í fyrstu heimstyrjöldinni var austurrískur offiseri tekinn nakinn á hlaupum eftir kvenmanni á hótelgöngum Mena (nokkuð alvarlegt í múslimaríki – fyrir utan að þetta var brot á austurrískum herlögum). Sér til varnar vitnaði offiserinn til austurrískrar herreglugerðar, þar sem sagði að offiserar mættu vera klæddir svo sem hæfði þeirri íþrótt sem þeir stunduðu í tiltekið skipti!
Árið 1920 bættust 30 herbergi við Mena House. Árið 1922 var Fuad konungur Egyptalands. Það sem var mikilvægara fyrir ferðamannaiðnað Egyptalands var að Howard Carter uppgötvaði hina fornu gröf Tutankhamen.

Í seinni heimstyrjöldin var Mena House “in” meðal allra í Kairó, sem vildu sjást og sjá aðra.  Farouk konungur þeysti á rauða sportbílnum sínum eftir pýramíðagötu í Mena House til þess að fá sér drykk og þegar hann pantaði sér uppáhaldsrétt sinn, spagehetti með tómatasósu, talaði hann alltaf ítölsku við yfirþjóninn Bennini. Egyptar og Evrópubúar í Egyptalandi skemmtu sér meðan Evrópa féll í rúst í stríðinu. Mena House var kjörinn staður upplýsinga og sögusagna t.d. hvort Rommel væri að hertaka Libyu og að hann myndi fljótt ná El-Alamein.

Árið 1939 fylltist Mena House aftur af hermönnum frá Ástralíu. Í nóvember 1942 sigraði Marshall Montgomery og 8. herdeild hans baráttuna um El Alamein gegn Rommel. Ein af svítum Mena House ber nafn Montgomery en þar eru m.a. húsgögn úr höll Huda Shaarawi, sem er fyrsti eftirtektarverði femínisti Egyptalands. Saman með sögulegum myndum af “Monty” (ekki samt fv. fyrirliða evrópska Ryder Cup liðsins) :-), þá skapar þetta sérstaka stemningu í svítunni.

Montgomerie Suite í Mena House

Montgomerie Suite í Mena House

Árið 1943 héldu Chiang Kai-shek, Roosevelt og Churchill fund í Mena House, þar sem samþykkt var að Japan yrði að láta af höndum Kína og gefast upp skilyrðislaust. Operation Overlord, innrásin í Evrópu var til umræðu. Mena House var gætt af 500 anti-aircraft vopnum og RAF útsýnisvakt var komið fyrir á toppi Keóps-pýramíðans.

Árið 1952 var bresk stjórn og egypska konungsveldið orðið óþolandi í augum egypskrar alþýðu og árið 1953 var Farouk konungi steypt af stóli af herforingjum og lýst yfir að Egyptaland væri lýðveldi. Gamal Abdel Nasse var forseti 1956 og var svo til dánardægur síns árið 1970. Á þessu tímabili var Mena House þjóðnýtt.

Árið 1971 var Mena House í niðurníðslu. Rai Bahadur Mohan Singh Oberoi (1898-2002) stofnandi indversku Oberoi hótelkeðjunnar, taldi Mena House vera verðmæta eign og gerði samkomulag við Sadat og tók yfir stjórn hótelsins, sem hótelkeðjan heldur til dagsins í dag. Oberroi var fyrstur til að ráða kvenstarfsmenn á egypskt hótel og hann var sæmdur egypsku lýðveldisorðunni fyrir framúrskarandi framlag sitt til ferðamannaiðnaðar Egyptalands. Í dag er sonur Oberoi gamla við stjórnvölinn, “Biki” Oberoi.

Árið 1972-1975 var hótelið gert upp. Árið 1974 snæddi Nixon forseti í Mena House. Eftir standsetningu hótelsins kom í fyrsta skipti út saga hótelsins eftir Ninu Nelson.

Forsetnunum Sadat og Carter voru afhentir lyklar úr skíragulli að Mena House (vegna þáttar þeirra til þess að skapa frið milli Egyptalands og Ísrael), en Carter, sem tók við lyklinum varð að skila sínum aftur því Bandaríkjaforsetum var á þeim tíma bannað að taka við gjöfum sem voru meir en $ 50 virði.

Í friðarumræðunum milli Egyptalands og Ísrael, 1979, gisti Carter í Churchill svítunni og Sadat í Montgomery svítunni og forsætisráðherra Ísraels, Menachem Begin var í svítu 908. Sadat galt friðarframlags sitt með lífi sínu, en enn er þörf á mönnum eins og honum árið 2016  s.s. sést á stríði Ísrael gegn Hamas. Vegna strangar öryggisgæslu á Mena House tókst að aftengja töskusprengju í tíma.

Árið 1978 var 200 herbergjum bætt við Mena House, sem voru gerð upp algerlega 2007 og 2008.
Af frægum fólki sem komið hefir og gist í Mena House mætti nefna að árið 1928 spiluðu prinsinn af Wales og Hertoginn af Windsor golf á Mena House golf course og eftir hringinn syntu þeir í Mena House sundlauginni.

HRH Edward Prince of Wales í golfi

HRH Edward Prince of Wales í golfi

Söngvarar á borð við Frank Sinatra, Julio Iglesias og Gloriu Gaynor hafa skemmt með söng sínum í Mena House. Pierre Balmain og Bulgari hafa haldið tískusýningar í Mena.

Íranski keisarinn, Reza Pahlavi, gisti 4 daga í Mena House eftir að Ayatollah Khomeini rak hann í útlegð, 1979, en keisarinn var kvæntur Fawziu prinsessu, dóttur fyrrum konungs Egypta, Fouad. Hann dó síðan í Kubbeh höllinni úr krabbameini, í júlí 1980.

Meðal fastagesta Mena House eru/voru Omar Sharif, Sir Peter Ustinow og Charton Heston, sem voru á hestbaki í Mena House eftir tökur á “Ten Commandments”.

Robert Taylor og Eleanor Parker tóku stóra hluta myndarinnar “Valley of the Kings” í Mena House.

Roger Moore bjó í Mena House meðan á tökum á “The Spy Who Loved me” stóð.

Peggy Guggenheim, Karim Aga Khan og Begum, Jane Fonda og Um Kalthoum, eru aðrir leikarar, söngvarar stjórnmálamenn og stjörnur sem gist hafa í Mena House.

The Moghul Room í Mena House

The Moghul Room í Mena House

Að síðustu er e.t.v. vert að geta “the Moghul Room” þar sem bornir eru fram indverskir réttir í elegant andrúmsloft undir tónum indverskrar tónlistar. Veitingastaðurinn er í gamla næturklúbbnum,

Heimild: cosmopolis

Ofanrituð grein greinarhöfundar Ragnheiður Jónsdóttur hefir áður birtst á iGolf 2010.