Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2016 | 21:45

Viðtalið: Karl Vídalín Grétarsson

Nú í sumar mun Golf 1 aftur taka til við að taka viðtöl við íslenska og erlenda kylfinga. Fyrsta viðtal sumarsins 2016, birtist í dag, sumardaginn fyrsta og er við framúrskarandi kylfing.  Framvegis munu viðtölin birtast á Golf 1, kl. 18:00 á sunnudögum. En hér fer viðtalið við Kalla, sem er ekki bara tæknilega frábær í golfi, eins og hann á ættir til, heldur líka einstaklega ljúfur og góður spilafélagi. Tja, hundurinn hans Kalla hefur bara alveg rétt fyrir sér!!!

Fullt nafn: Karl V. Grétarsson.

Klúbbur: GR.

Hvar og hvenær fæddistu? Hafnarfirði,  27/9 1961.

Hvar ertu alinn upp? Í Hafnarfirði.

Í hvaða starfi/námi ertu? Bílstjóri hjá Grayline.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég á konu og 3 börn. Enginn spilar golf nema ég.

Hvenær byrjaðir þú í golfi? 2004  – Sportið heltók mig strax.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég álpaðist á golfnámskeið, sem var haldið hjá vinnu konunnar.

Hvort líkar þér betur við skógar­ eða strandvelli? Skógarvellir.

Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur? Holukeppni.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi? Vestmannaeyjavöllur og Kiðjabergið.

Af einum uppáhaldsgolfvalla Kalla

Frá einum uppáhaldsgolfvalla Kalla

Hefur þú spilað alla 62 velli á Íslandi? ­ Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á? 37 velli.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? Sterling Farms golfvöllurinn í  New Canaan Connecticut. (Sjá má vefsíðu Sterling klúbbsins með því að SMELLA HÉR: )

Uppáhaldsvöllur Kalla er Sterling Farms í Conneticut í Bandaríkjunum.

Uppáhaldsvöllur Kalla erlendis er Sterling Farms í Conneticut í Bandaríkjunum.

Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á? Vestmannaeyjar.

Hvað ertu með í forgjöf? 6,7.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 71 á Hvaleyrarvelli.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? 2. sætið í meistaramóti í 2. flokki hjá Keili.

Hefur þú farið holu í höggi? Nei.

Spilar þú vetrargolf? Já.

Hvaða nesti ertu með í pokanum? Banana og samloku á la Kalli.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég hef verið í handbolta, á skíðum og seglbretti.

Karl er líka góður á skíðum.

Karl er líka góður á skíðum.

Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Já allrahanda hanska.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?  Kvk: Annika Sörenstam Kk: Tiger Woods.

Hvert er draumahollið? Ég og….. Tiger, Obama og Pútin, gott að ræða málin í golfi.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Driver: Ping G30 stiff,  3-tré: Ping G30, Járn: Callaway apex 4­p stiff; Fleygjárn: Cleveland 60°56°52°; Pútter: Scotty Cameron.
Callaway utility iron 18° er uppáhalds kylfan mín þessa dagana.

Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, í heila 4 tíma.

Hver er besti golfkennari á Íslandi? Úlli frændi.

Ertu hjátrúarfullur? Nei

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Mitt markmið í lífinu er að vera jafn frábær og hundurinn minn heldur að ég sé og verða hundheppinn og fara holu í höggi.

Hvað finnst þér best við golfið? Meira og meira félagslegi þátturinn og útiveran.

Hvað er það vandræðalegasta sem fyrir þig hefir komið í golfinu? Það var fyrir nokkrum árum að það var mikil keppni í gangi, boltinn minn lendir á bak við barð. Það var ekkert barð of hátt og ég var sko ekki að fara að fá annan skolla, sem ég hafði fengið á holunni á undan,svo ég læt vaða og fæ boltann á stað, sem karlmenn vilja alls ekki fá boltann og lá óvígur eftir!

Kanntu einhverja skemmtilega sögu af þér í golfinu? Ég var að munda mig í að slá boltann þegar kunningi minn labbar fram hjá og segir glottandi: „Kalli átt þú ekki að vera á gulum?“ Ég stend upp úr stöðunni og munda mig aftur til að slá, þá labbar annar félaginn framhjá og segir sama „Kalli átt þú ekki að vera á gulum?“ Þá hvessi ég mig og segi: „Má ég fá frið til að slá annað höggið mitt!

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Tæplega 100%.

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Ekki gefast upp á golfinu, golfið er svo skemmtilegt, það koma alltaf dagar sem ekkert gengur upp,vera meðvitaður um það, þannig er golfið.