Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2016 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno luku leik í 3. sæti!

Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State luku leik í gær á Mountain West Championships og lönduðu 3. sætinu!

Guðrún Brá lék 3. hringinn sinn á 76 höggum og lék því á samtals 7 yfir pari 223 höggum (71 76 76).

Guðrún lauk keppni T-7, þ.e. deildi 7. sætinu með 2 öðrum, en þetta er 4. mótið í röð, þar sem hún er meðal efstu 15 í mótinu, sem er stórglæsilegur árangur!!!

Alls tóku 9 háskólalið þátt í mótinu og keppendur voru 45 þeir bestu í háskólaliðum á Mountain West svæðinu.

Sjá má lokastöðuna á Mountain West Conference Championships með því að SMELLA HÉR: