Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2016 | 12:00

Evróputúrinn: Levy og Soomin efstir e. 1. dag í Kína

Alexander Levy frá Frakklandi deilir forystunni með Lee Soomin, frá S-Kóreu, eftir 1. dag Shenzhen International, sem fram fer í Genzon, í Shenzhen í Kína og er samstarfsverkefni Asíutúrsins og Evrópumótaraðarinnar.

Þeir Levy og Soomin eru búnir að spila á 6 undir pari, 66 höggum, hvor.

Í 2. sæti er Branden Stone frá S-Afríku; er á 5 undir pari, en á 1 holu eftir óspilaða.

Nokkrir eiga eftir að ljúka leik, en leik var frestað vegna myrkurs og þeir sem eiga eftir að ljúka leik eiga aðeins örfáar holur óspilaðar og ólíklegt að nokkur nema e.t.v. Branden Stone frá S-Afríku, nái þeim Levy og Soomin.

Til þess að sjá stöðuna SMELLIÐ HÉR: