Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 08:15

GS: Henning Darri á besta skorinu í Opna Sumarmótinu!

Völlurinn var frábær í Opna Sumarmóti GS sem fram fór Sumardaginn fyrsta. Um 100 kylfingar tóku þátt og luku 92 leik.

Úrslit urðu sem hér segir:

Besta Skor: Henning Darri Þórðarson, GK 2 yfir pari, 74 högg
1.sæti punktar Sigurður Hallfreðsson, GG, 38 punktar.
2.sæti punktar Snæbjörn Guðni Valtýrsson,  GS, 36 punktar (17 19)
3.sæti punktar Hjalti Sigurðsson, GR, 36 punktar (18 18)

Nándvarverðlaun:
16.braut Júlíus Jónsson, GS.
18.braut Ingólfur Karlsson, GS

Golfklúbbur Suðurnesja þakkar kylfingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar kylfingum gleðilegs suamrs. Einnig minnum við alla að völlurinn er opinn og rástíma skráning á golf.is