Sigurvegarinn á Egils Gull mótunum 2012 og 2014:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 12:30

Berglind úr leik á Opna skoska

Berglind Björnsdóttir, GR, tók þátt í Opna skoska eða The Helen Holm Scottish Women’s Open Stroke Play Championship eins og það heitir á ensku.

Hún hefir nú lokið leik og ljóst að hún kemst ekki gegnum niðurskurð.

Berglind átti afar erfiða byrjun, lék á 14 yfir pari, 86 höggum fyrsta hring og því ljóst í hvað stefndi.

Samtals lék Berglind á 21 yfir pari 165 höggum (86 79) og bætti sig um heil 7 högg á seinni hringnum, en það dugði ekki.

Hún hafnaði í 85. sæti af 93 keppendum.

Allt stefnir í að hinn íslenski keppandinn í mótinu, Ásta Birna Magnúsdóttir, sem keppnir fyrir Golf Club Paderborn, komist í gegn um niðurskurð, en hún hefir ekki lokið leik.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: