PGA: Hoffman sigraði á Valero Texas Open
Það var Charley Hoffman, sem sigraði á Valero Texas Open. Hann lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (66 71 70 69). Í 2. sæti varð Patrick Reed, 1 höggi á eftir og í 3. sæti Chad Collins, enn einu höggi á eftir. Til þess að sjá sigurpúttið detta SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Sigurðsson – 24. apríl 2016
Það Bjarki Sigurðsson, sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf1.is Bjarki er fæddur 24. apríl 1965 og á því 51 árs safmæli í dag!!! Bjarki er í Golfklúbbnum Oddi (GO) og er kvæntur Laufey Sigurðardóttur. Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Bjarki Sigurðsson, GO F. 24. apríl 1965 (51 árs afmæli – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert J. „Bob” Lunn 24. apríl 1945 (71 árs); Óli Viðar Thorstensen, GR, 24. apríl 1948 (68 ára); Ásdís Rafnar, GR, 24. apríl 1953 (63 ára); Lee Westwood, 24. apríl 1973 (43 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-37 e. 2. dag í Big Ten
Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota háskóla keppa nú í Big Ten Championships. Leikið er á Victoria National GC, í Newburgh, Indiana. Rúnar hefir samtals spilað á 150 höggum (74 76) og er T-37 sem stendur, eftir 2. dag. Þátttakendur í mótinu eru 70 frá 14 háskólum, bestu kylfingar á svæði Minnesota háskóla. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Big Ten Championship SMELLIÐ HÉR:
Lydia Ko vonast e. sérstakri afmælisgjöf
Besti kvenkylfingur heims, Lydia Ko á afmæli í dag, 24. apríl, en hún verður 19 ára, er fædd 1997. Hún mun halda upp á afmælið með fjölskyldu og vinum og vonast líka eftir sérstakri afmælisgjöf þ.e. sigri í Swinging Skirts mótinu, en takist henni að landa sigri verður það 3. árið í röð sem hún sigrar á mótinu. Ko á þó langt í land með það því eftir 3. hring er hún 6 höggum á eftir forystukonu mótsins, hinni japönsku Haru Nomura, þ.e. Nomura hefir spilað á samtals 10 undir pari, meðan Ko er aðeins á samtals 4 undir pari. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Ragnar Már hefja leik í Flórída í dag!
Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, hefja leik á Sun Belt Championships á Raven GC í Destin, Flórída, í dag. Þátttakendur eru 55 frá 11 háskólum. Sjá má frétt á heimasíðu Louisiana Lafayette um mótið með því að SMELLA HÉR: Fylgjast má með gengi þeirra félaga með því að SMELLA HÉR: Þess mætti geta hér að golflið Louisiana Lafayette varð í 9. sæti á Old Waverly á West Point í Mississippi, þar sem Haraldur Franklín varð T-49 og Ragnar Már T-53 í einstaklingskeppninni 4.-5. apríl s.l. Það er vonandi að báðum gangi sem allra best í Sun Belt Championships!
PGA: Barnes efstur e. 3 hringi í Texas
Það er Ricky Barnes, sem leiðir á Texas Valero Open eftir 3 spilaða hringi. Barnes er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 205 höggum (68 70 67). Í 2. sæti er forystumaður 2. hrings, Brendan Steele 1 höggi á eftir. Þriðja sætinu deila Charley Hoffman og Luke Donald á samtals 9 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Texas Valero Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Texas Valero Open SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Lee enn í forystu – Hápkt. 3. dags
Soomin Lee, heldur forystu sem hann er búinn að hafa allt mótið eftir 3. dag Shenzhen Open í Kína. Lee lauk ekki einu sinni við hring sinn en mótinu varð enn einu sinni að fresta, nú vegna slæmra birtuskilyrða. Reynt verður að klára mótið á morgun þrátt fyrir ýmsar tafir á öllum hringjum. Lee er eins og segir efstur búinn að spila á samtals 14 undir pari, en á eftir að klára leik á 7 holum, þar sem hann getur ýmsist glutrað öllu niður eða aukið enn forystu sína. Í 2. sæti er Englendingurinn Callum Shinkwin á 12 undir pari, en hann hefir lokið leik (71 71 62) – átti glæsihring Lesa meira
Ásta Birna úr leik á Opna skoska
Ásta Birna Magnúsdóttir, Golf Club Paderborn, tók þátt í Opna skoska eða The Helen Holm Scottish Women’s Open Stroke Play Championship eins og það heitir á ensku. Hún hefir nú lokið leik og ljóst að hún komst ekki gegnum niðurskurð. Ásta Birna byrjaði ágætlega lék á 77 höggum fyrri daginn, en var með 1o högga sveilfu milli hringja og lék á 87 óvenjulegum höggum fyrir hana í dag. Reyndar voru skorin frekar há í dag og sú sem deilir efsta sætinu eftir 2. dag með hinni sænsku Lindu Lundqvist, Olivia Mehaffey, frá Írlandi lék á 74 höggum, sem var 7 höggum meira en hringur hennar fyrri daginn. Sjá má stöðuna á Opna Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Ágúst Ögmundsson og Elmar Steindórsson – 23. apríl 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ágúst Ögmundsson og Elmar Steindórsson. Ágúst er fæddur 23. apríl 1946 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Elmar er fæddur 23. apríl 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústi til hamingju með afmælið hér að neðan Ágúst Ögmundsson – f. 23. apríl 1946 (70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Elmari til hamingju með afmælið hér að neðan Elmar Steindórsson – f. 23. apríl 1976 (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira
GSG: Mætið öll á 30 ára Afmælismót GSG á morgun!
Í tilefni af 30 ára afmæli Golfklúbbs Sandgerðis heldur klúbburinn upp á tímamótin með móti, sem fram fer á Kirkjubólsvelli á morgun, 24. apríl 2016! Nú þegar hafa 58 kylfingar skráð sig í mótið og meðal keppanda er m.a. Örn Ævar Hjartarson, þannig að segja má að mótið sé mjög sterkt! Enn er hægt að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: Nú er um að gera að mæta í Sandgerði á morgun og taka einn hring, en völlurinn er ótrúlega góður miðað við árstíma. Upplýsingar um mótið: Leikfyrirkomulag: Punktakeppni Spilað verður að venju á sumargrín. Mótsgjald: 3000 krónur. Verðlaun: 1.sæti höggleik 15.000kr Gjafabréf í Golfskálanum. 1.sæti punktar 15.000kr Lesa meira










