Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2016 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 á The Greenbrier – ETSU varð nr. 1 í liðakeppninni!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tók þátt í The Greenbrier Collegiate Invitational, dagana 11.-12. apríl s.l.  Mótið fór fram í White Sulphur Springs í Vestur Virginíu.

Eftir 36 holur var Guðmundur Ágúst T-1 þ.e. jafn öðrum í 1. sæti.

Þetta var stórt háskólamót – Þátttakendur u.þ.b. 90 frá 17 háskólum!

Guðmundur Ágúst lék á samtals á sléttu pari (70 68 72) og lauk keppni T-3 þ.e. deildi 3. sætinu með öðrum kylfingi, sem er glæsilegur árangur!

Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni á The Greenbrier með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna í liðakeppninni á The Greenbrier með því að SMELLA HÉR: