Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 12:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 4. sæti á Wolfpack Intercollegiate

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU kepptu á Wolfpack Intercollegiate mótinu 16.-17. apríl sl.

Þáttakendur voru 93 frá 17 háskólum.

Keppt var á Lonnie Poole golfvellinum í NC State Raleigh, Norður Karólínu.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 4 yfir pari, 146 höggum (74 72) og varð T-24 þ.e. deildi 24. sætinu í einstaklingskeppninni með 5 öðrum kylfingum.  ETSU, golflið Guðmundar Ágúst hafnaði í 4. sæti af 17 háskólaliðum, sem er góður árangur!

Sjá má lokastöðuna á Wolfpack Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Guðmundar Ágústs og ETSU er á morgun 24. apríl en það er Southern Conference svæðismótið, sem fer fram á Pinehurst.