Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 10:30

GHG: Jón Hafsteinn sigraði á Jaxlamótinu!

Sumardaginn 1. þ.e. 21. apríl fór fram Jaxlamótið á Gufudalsvelli í Hveragerði, en mótið var hluti af vinnudegi.

Forvinnudagur var haldinn 16. apríl s.l. og rétt til þátttöku í mótinu höfðu þeir sem tekið höfðu þátt í öðrum hvorum vinnudaganna.

Vinnudagurinn, Sumardaginn fyrsta hófst kl. 9.30 svo var súpa í hádeginu og svo Jaxlamótið eftir mat.

Þátttakendur í Jaxlamótinu voru 17 þar af 2 kvenkylfingar.

Úrslit í Jaxlamótinu voru eftirfarandi:

1 sæti Jón Hafsteinn Eggertsson 17 punktar

2 sæti Erlingur Arthúrsson 16 punktar

3 sæti Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir 14 punktar